Umhverfismarkmið
Árið 1991 varð Eimskip eitt af fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi til að setja sér umhverfisstefnu. Síðan þá hafa áskoranir á þessu sviði þróast hratt og umhverfismál eru sérstak mikilvæg fyrir heiminn og komandi kynslóð.
Eimskip hefur sett sér eftirfarandi umhverfismarkmið:
- Greina og hafa stjórn á hugsanlegri umhverfisáhættu af rekstri félagsins
- Stjórna starfsemi félagsins samkvæmt gildandi lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum
- Endurvinna og lágmarka úrgang
- Bæta orkunýtni skipaflota félagsins
- Bæta orkunýtni flutningabíla og annars búnaðar félagsins
- Draga úr sóun og bæta orkunotkun í húsnæði félagsins
- Setja árleg markmið um umhverfismál
- Veita starfsmönnum og viðskiptavinum reglulega þjálfun í umhverfismálum