Styrktarstefna
Styrktarstefna Eimskips endurspeglar markmið félagsins í sjálfbærni, jafnrétti, ábyrgum rekstri og góðum viðskiptaháttum. Við leggjum ríka áherslu á að styrkja málefni sem gagnast samfélaginu og styðst félagið við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna, aðgerðir í loftlagsmálum og líf í vatni við val á verkefnum. Við erum stolt af þeim verkefnum sem við leggjum lið og leitum ávallt nýrra leiða til að auka hagsæld og velferð í samfélaginu.
Megináherslur
- Stuðla að öryggi og forvörnum, hvort sem er í leik eða starfi
- Stuðla að verndun umhverfis á landi og sjó og minnka kolefnisspor félagsins
Öllum fyrirspurnum er svarað innan 30 daga en úthlutun styrkja fer fram 4 sinnum á ári.