Stjórn Eimskips
Í stjórn Eimskip sitja fimm aðalmenn og tveir varamenn kjörnir á hluthafafundi til eins árs í senn.
Störf og starfsreglur stjórnar
Starfsreglur stjórnar eru settar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
Undirnefndir
Starfskjaranefnd
Stjórn félagsins skal skipa starfskjaranefnd sem skipuð er þremur mönnum sem stjórn félagsins kýs úr sínum röðum. Hlutverk starfskjaranefndar er að vera leiðbeinandi fyrir félagsstjórn og framkvæmdastjórn um starfskjör æðstu stjórnenda félagsins og ráðgefandi um starfskjarastefnu.
Endurskoðunarnefnd
Stjórn félagsins skal skipa þremur mönnum í endurskoðunarnefnd. Helstu verkefni endurskoðunarnefnar eru eftirfarandi:
Eftirlit með vinnuferlum við gerð reikningsskila.
Eftirlit með skipulagi og skilvirkni innra eftirlits fyrirtækisins og áhættustýringu.
Eftirlit með endurskoðun ársreikninga fyrirtækisins og samstæðureikninga.
Mat á óháðum endurskoðendum eða endurskoðunarfyrirtæki og eftirlit með hvers kyns annarri vinnu sem óháðir endurskoðendur eru gerðir eða endurskoðun fyrirtæki. Nefndin skal við mat sitt taka tillit til atriðanna tilgreint í kafla 2.3 í 5. útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.
Leggja fram tillögur til stjórnar varðandi val á óháðum endurskoðendum eða endurskoðunarfyrirtæki
Tilnefningarnefnd
Stjórn félagsins skal skipa tilnefningarnefnd sem skipuð er þremur mönnum sem stjórn félagsins kýs úr sínum röðum. Hlutverk tilnefningarnefndar að aðstoða og upplýsa stjórn vegna ferils við framboð til stjórnar og varastjórnar, sem og öflun framboða/tilnefninga til stjórnar, varastjórnar og undirnefnda hennar.
Forstjóri Eimskips
Forstjóri annast daglegan rekstur félagsins í samræmi við þær reglur sem honum eru settar af stjórn félagsins. Forstjóri skal sjá um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti.
Stjórnarháttayfirlýsing
Stjórnarháttayfirlýsing er samþykkt á stjórnarfundi ári hvert.
Siðareglur
Tilgangur þessara siðareglna er að styðja við hlutverk og framtíðarsýn Eimskips. Þær ná til allra stjórnarmanna og starfsmanna Eimskips og dótturfélaga og leiðbeina þeim við að stýra daglegri starfsemi félagsins með heiðarlegum, ábyrgum og siðferðilegum hætti, byggt á gildum félagsins og almennt viðurkenndum faglegum viðmiðum. Gerð er krafa um að birgjar og undirverktakar viðhafi einnig fagleg vinnubrögð.