Eimskip, í samstarfi við Kiwanishreyfinguna á Íslandi, afhendir hjálma til allra barna í 1. bekk á Íslandi. Samstarf Kiwanis og Eimskips hefur staðið yfir frá árinu 2004 og hafa verið afhentir yfir 85.000 hjálmar á þessum 20 árum.
Ein af megináherslum Eimskips er að stuðla að öryggi og forvörnum, hvort sem er í leik eða starfi. Hjálmaverkefnið eitt af þeim verkefnum þar sem Eimskip kemur góðu til leiðar með því að stuðla að öryggi barna í umferðinni.
Leiðbeiningar fyrir hlífðarhjálm
Allir foreldrar og forráðamenn skulu lesa og fara eftir leiðbeiningunum hér að neðan áður en hjálmurinn er notaður:
- Allir foreldrar og forráðamenn skulu lesa og fara eftir leiðbeiningunum hér að neðan áður en hjálmurinn er notaður: Notið aðeins hlífðarhjálm í réttri stærð þannig að hann sitji þægilega á höfði.
- Stillið hjálminn þannig að böndin hylji ekki eyrun og látið spennuna sem tengir böndin saman vera staðsetta fyrir neðan kjálkann.
- Látið bandið sem fer undir hökuna falla þétt að henni þannig að einungis 1–2 fingur komist þar á milli.
- Til að hlífðarhjálmurinn veiti tilætlaða vernd þarf hann að sitja rétt þannig að hann verji ennið og sé ekki staðsettur of aftarlega á höfðinu.
- Hjálmurinn er rétt stilltur ef hann færist einungis um nokkra millimetra á höfði barnsins.
Notið stillinguna að aftan til að stilla hversu þétt hjálmurinn situr á höfðinu með því að snúa henni annað hvort til hægri eða vinstri.
Stillingar
Munið að fara reglulega yfir stillingu hjálmsins.
Hlífðarhjálmurinn getur dregið úr hættu á meiðslum ef hann er notaður rétt en enginn hlífðarhjálmur getur tryggt fulla vörn gegn öllum meiðslum. Hjálminn skal ekki nota á meðan börnin eru að klifra eða við aðra iðju þar sem hætta er á hengingu/kyrkingu ef barnið festist með hjálm.
Meðferð
Oddhvassir hlutir geta auðveldlega gatað og skemmt hjálminn. Dregið getur verulega úr öryggi og virkni hans eftir snertingu við sterk og tærandi efni eins og lím, lakk, málningu, þynni og hreinsilög.
Hlífðarhjálmi sem hefur orðið fyrir höggi eða skemmst skal fargað. Bannað er að breyta hjálminum. Hætta fylgir því að breyta honum eða fjarlægja upprunalega hluti, aðra en framleiðandi mælir með.