Fara á efnissvæði

Viðskiptavinurinn

Eimskip veitir alhliða flutningaþjónustu þar sem þarfir viðskiptavina okkar eru í fyrirrúmi. Við veitum viðskiptavinum og samstarfsfélögum ávallt framúrskarandi þjónustu. Það gerum við af alúð og ánægju, með gildi Eimskips, árangur, samstarf og traust að leiðarljósi.

Mannréttindi

Mannauður Eimskips, þekking hans og færni, er mikilvægasta auðlind félagsins. Hópurinn samanstendur af ólíkum einstaklingum sem sinna mismunandi störfum og búa að ólíkri reynslu og þekkingu. Með sameiginlegum gildum stillir hópurinn saman strengi, byggir öflugt félag og eftirsóknarverðan vinnustað með öflugri liðsheild og metnaði.

Mannauður

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Jafnrétti

Eimskip vinnur markvisst í samræmi við jafnréttisáætlun að jafnri stöðu starfsmanna óháð kyni. Eimskip vill vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður fyrir konur jafnt sem karla.

Heilsa

Eimskip leitast við að stuðla að almennri vellíðan og góðri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Aukin vellíðan leiðir af sér aukin lífsgæði og ánægðari starfsmenn.

Vinnuvernd og öryggi

Eimskip er umhugað um heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Félagið býður upp á örugga og heilsusamlega vinnuaðstöðu sem frekast er kostur og leggur áherslu á að starfsmenn verndi sjálfa sig, samstarfsmenn, utanaðkomandi einstaklinga, vörur, búnað og umhverfi fyrir hvers konar skaða.

Persónuvernd

Eimskip hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem félagið safnar.

Styrkir

Styrktarstefna Eimskips endurspeglar markmið félagsins í sjálfbærni, jafnrétti, ábyrgum rekstri og góðum viðskiptaháttum. Við leggjum ríka áherslu á að styrkja málefni sem gagnast samfélaginu og styðst félagið við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna við val á verkefnum.