Fara á efnissvæði
1914-1925

1914 Eimskipafélag Íslands stofnað 17. janúar, þar sem á fimmta hundrað manns koma saman í Fríkirkjunni í Reykjavík. Félagið var nefnt Óskabarn þjóðarinnar í fjölmiðlum og töldu að með stofnun þess væri stigið eitt mesta heillaspor í sögu þjóðarinnar og sjálfstæðisbaráttu. Emil Nielsen ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

1915 - Fyrstu tvö skip félagsins komu til Íslands, Gullfoss í apríl og Goðafoss í júní. Skrifstofur Eimskips í Edinborgarhúsinu urðu eldi að bráð í stórbruna og öll skjöl og skrifstofubúnaður eyðilögðust. 34 umboðsmenn voru á árinu skipaðir um allt land.

1916 Goðafoss grandaðist við Straumnes í Ísafjarðardjúpi.

1917 - Ófriður í Evrópu setur mark sitt á samgöngur til Íslands og siglingaleiðir lokast að mestu. Ameríkusiglingar eru teknar upp í auknu mæli.  

1921 - Stórhýsi félagsins við Pósthússtræti 2 var tekið í notkun og varð aðalmiðstöð þess næstu 82 árin. Húsið var byggt á tveimur árum og var 370 fermetrar að grunnfleti á fimm hæðum. Húsið var það fyrsta á Íslandi sem var búið lyftu.

1926-1955

1927 - Fyrsta kæli- og frystiskip landsmanna, Brúarfoss, er smíðað og afhent á árinu.  

1930 - Nýr framkvæmdastjóri, Guðmundur Vilhjálmsson, ráðinn í stað Emil Nielsen.

1932 - Dettifoss bjargaði 14 skipverjum af þýska togaranum Lübeck, sem strandað hafði á Selvogi.

1939 - Heimsstyrjöldin síðari braust út 1939. Siglingum til Þýskalands var hætt og Ameríku-siglingar teknar upp í auknu mæli. Tveimur skipum Eimskips, Goðafossi (1944) og Dettifossi (1945) er sökkt í Heimsstyrjöldinni, auk þess að fjórum leiguskipum félagsins er einnig sökkt.  

1950 - Nýr Gullfoss kom til hafnar í Reykjavík, fullbúið farþegaskip sem ákveðið hafði verið að smíða fimm árum fyrr. Skipið gat tekið 209 farþega og hafði 67 manna áhöfn.

1956-1970

1962 - Óttarr Möller ráðinn forstjóri Eimskips í stað Guðmundar Vilhjálmssonar.

1964 - Á 50 ára afmæli félagsins var Gullmerki Eimskips veitt í fyrsta sinn og Háskólasjóður Eimskips stofnaður til minningar um stofnendur félagsins í Vesturheimi.

1967 - Gríðarlegt tjón varð þegar annar Borgarskálinn, vörugeymsla Eimskips við Borgartún, brann til kaldra kola í ágúst. Ári síðar hófust framkvæmdir og flutt var inn í nýja vörugeymslu við Austurhöfnina í Reykjavík, Faxaskála, sem var þá stærsta vöruskemma landsins.

1969 - Fyrstu farmarnir af áli frá nýbyggðri verksmiðju í Straumsvík fóru með Eimskip til Englands.  

1970 - Ferðaskrifstofan Úrval, í meirihlutaeigu Eimskips, hóf starfsemi. Um svipað leyti hófst metnaðarfullt samstarfsverkefni með Verslunarbankanum um rekstur rafreiknis, sem auðvelda átti til muna allt skrifstofuhald Eimskips á næstu árum. Tók IBM tölva þar með við af gataspjöldum sem notuð höfðu verið um nokkurt skeið.

1971-1980

1971 - Fyrstu erlendu vöruhús Eimskips voru tekin í notkun, staðsett í London og New York.

1972 - Eimskip samdi um leigu á stóru svæði við Sundahöfn og reisti þar Sundaskála. Ári síðar var svo fyrsta vöruhúsið í Sundahöfn tekið í notkun, þegar óvænt þörf kom upp fyrir geymslu búslóða sem bjargað var undan eldgosinu í Heimaey.

1975 - Starfsmannafélag Eimskips stofnað þann 4. júní.

1979 - Hörður Sigurgestsson tók við stöðu forstjóra Eimskips af Óttarri Möller, og varð þar með fjórði forstjóri félagsins í 65 ára sögu þess.

1981-1990

1981 - 4.000 fermetra vörugeymsla tekin í notkun í Sundahöfn, sem varð með því flutningamiðstöð Eimskips.

1984 - Eimskip kaupir fyrirtækið JES Zimsen

1985 - Eimskip hóf rekstur eigin svæðisskrifstofa í Rotterdam í Hollandi og Norfolk í  Bandaríkjunum.

1986 - Svæðisskrifstofur opnaðar í Gautaborg í Svíþjóð og Hamborg í Þýskalandi

1989 - Eimskip tók upp nýtt merki á 75 ára afmælinu þetta ár. Kom það í stað Þórshamarsins sem hafði fylgt félaginu frá upphafi.  

1990 - Svæðisskrifstofur í Þórshöfn í Færeyjum og í St. John‘s í Nýfundnalandi opnaðar.

1991-2000

1991 - Eimskip eignast flutningafyrirtækið MGH að fullu og opnaði þar með svæðisskrifstofu í Immingham í Bretlandi.

1995 - Þjónustumiðstöð fyrir frystivöru, Sundafrost, og viðskiptaþjónustumiðstöðin Sundaklettur tekin í notkun í Sundahöfn.

1996 – Eimskip kaupir Tollvörugeymsluna sem er sameinuð JES Zimsen undir TVG Zimsen

1999 - Þjónustuskrifstofa Eimskips í Antwerpen í Belgíu opnuð.  

2000 - Hörður Sigurgestsson forstjóri lét af störfum eftir rúmlega 20 ára starf, Ingimundur Sigurpálsson tók við.

2001-2010

2002 - Svæðisskrifstofa í Árósum í Danmörku opnuð.  

2003 - Erlendur Hjaltason ráðinn framkvæmdastjóri yfir flutningasviði Eimskip. Vöruhótelið í Sundahöfn tekið í notkun. Nýr kjölfestufjárfestir kemur að félaginu undir forystu Björgólfs Guðmundssonar

2004 - Ákveðið var að flytja alla skrifstofustarfsemi félagsins úr Eimskipafélagshúsinu, Pósthússtræti 2 á athafnasvæði þess í Sundahöfn. Þjónustuskrifstofa í Fredrikstad í Noregi opnuð. Eimskip kaupir skipafélagið CTG í Noregi. Baldur Guðnason ráðinn forstjóri Eimskips og Erlendur Hjaltason lætur af störfum. Eimskip kaupir skipafélagið Faroe Ship í Færeyjum. Þjónustuskrifstofa í Qingdao í Kína opnuð.

2005 - Avion Group kaupir Eimskip og sameinar félagið flugrekstri sínum.

2006 - Eimskip kaupir frystigeymslufyrirtæki í Hollandi og Bretlandi og skipafélög í Eystrasaltinu og Finnlandi. Þjónustuskrifstofa í Genoa á Ítalíu opnuð.

2007 - Eimskip kaupir alþjóðlegt frystigeymslufyrirtæki í Norður-Ameríku. Skrifstofur í Vigo á Spáni, Ho Chi Minh í Víetnam og Tokyo í Japan opnaðar.

2008 - Gylfi Sigfússon ráðinn forstjóri Eimskips. Eimskip hefur undirbúning að rekstrarlegri og fjárhagslegri  endurskipulagningu og selur eignir sem ekki teljast til kjarnastarfseminnar, flutningastarfseminnar.

2009 - Eimskip lýkur formlegri endurskipulagningu og kröfuhafar ásamt erlendum fjárfesti eignast félagið. Ný stjórn er skipuð þar sem Bragi Ragnarsson er stjórnarformaður.  Stærstu eigendur verða Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Yucaipa og Gamli Landsbankinn. Endurskipulagt félag hefur starfsemi  í október 2009.

2010 - Endurskipulagt Eimskipafélag skilar hagnaði af rekstri eftir erfiðan rekstur undanfarinna ára.

2011-2015

2011 - Samningur gerður við kínverska skipasmíðastöð um nýsmíði á tveimur gámaskipum. Endurnýjun á gámaflota félagsins. Eimskip hefur gámaflutning milli Norður-Noregs og Norður-Ameríku. Stjórn Eimskips tilkynnir fyrirhugaða skráningu félagsins á hlutabréfamarkað.

2012 - Starfsstöð opnar í Bangkok í Thaílandi. Eimskip kaupir Íssystur sem félagið hafði leigt síðan 2005. Skráning Eimskips á hlutabréfamarkað. Eimskip reisti Klettakæli, nýja aðstöðu fyrir ferskan fisk.

2013 - Eimskip kynnir umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi félagsins, vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Bretland og meginland Evrópu og styttri siglingatími til og frá Bandaríkjunum. Ný þjónusta tekin í notkun sem ber heitið ebox, þessi nýja þjónusta býður upp á þægilegar og einfaldar lausnir til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Eimskip tók formlega við nýrri verkstæðisbyggingu.

2014 - Á góðri siglingu í 100 ár. Eimskipafélag Íslands var stofnað þann 17. janúar 1914 og fagnaði því 100 ára afmæli á árinu. Félagið hélt veglega upp á afmælið en hápunktarnir voru afmælishátíð í Eldborgarsal Hörpu, útgáfa sögu Eimskipafélagsins, sýning heimildarmyndar um félagið í Ríkissjónvarpinu og móttaka á nýju skipi félagsins, Lagarfossi. Faroe Ship fagnaði 95 ára afmæli og haldið var upp á 10 ára starfsafmæli Eimskips í Kína. Eimskip hóf samstarf við hafnaryfirvöld í Qingdao um rekstur 55 þúsund tonna frystigeymslu og ákveðið var að reisa 10.000 tonna frystigeymslu í Hafnarfirði.

2015 - Framkvæmdir hefjast við 10 þúsund tonna frystigeymslu í Hafnarfirði. Fjárfest í tveimur flutningsmiðlunarfyrirtækjum og frystigeymslufyrirtæki. Samstarfsfélag um skiparekstur stofnaði í Hamborg í Þýskalandi.

2016-2020

2016 - Eimskip kaupir allt hlutafé Extraco Internationale Expeditive B.V. Extraco sérhæfir sig í flutningsmiðlun og þjónustu á frysti- og kælivöru til Hollands auk dreifingar innan Evrópu.

2017 - Eimskip kaupir flutningsmiðlunarfyrirtækið Mareco N.V. Flutningsþjónusta Mareco sendir m.a. til Vestur-, Mið- og Suður Afríku. Eimskip eignaðist ráðandi hlut í gámaþjónustufyrirtækinu CSI Group og kaupir danska flutningsfyrirtækið Ship-Log A/S.

2018 - Eimskip eignaðist ráðandi hlut í kæligeymslufyrirtækinu Tromsøterminalen AS í Noregi.

2019 - Vilhelm Már Þorsteinsson ráðinn forstjóri Eimskips.

2020 - Eimskip hlaut jafnlaunavottun. Tvö ný skip afhent, þau Dettifoss og Brúarfoss sem munu þjónusta siglingaleið milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Skandinavíu. Skipin eru 2.150 gámaeiningar og eru jafnframt þau umhverfisvænustu sinnar tegundar á Íslandi á hverja gámaeiningu. Samstarf milli Eimskips og Royal Arctic Line formlega hafið.

2021-

2021 - Eimskip eykur við þjónustu við útflytjendur á ferskvöru frá Færeyjum og Íslandi til Bandaríkjanna og Kanada. Siglingakerfi félagsins var aðlagað til að mæta metnaðarfullum kröfum viðskiptavina um styttri flutningstíma, umhverfisvænni flutninga og ferskari og verðmætari vöru.

Eimskip kolefnisjafnar allan búslóðaflutning ársins 2021

2022 - Alda, nýr rafdrifinn gámakrani í Sundahöfn var tekinn í notkun. Allir gámakranar á hafnarsvæðinu í Reykjavík nota nú rafmagn í stað jarðefnaeldsneytis.

Mikilvægum áfanga var náð í orkuskiptum við Sundahöfn er búnaði til að landtenginga skip við rafmagn í Sundahöfn var tekinn í notkun.

2023 - Eimskip gerist einn aðal styrktaraðili Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Eimskip Greenland A/S kaupir umboðs- og flutningsmiðlunarstarfsemi Royal Arctic Line (Royal Arctic Spedition) á Grænlandi. 

Eimskip hefur vikulegar strandsiglingar við Ísland sem var liður í að auka hagkvæmni og áreiðanleika siglingakerfisins ásamt því að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini félagsins og bjóða um leið umhverfisvænni valkost í innanlands flutningum á Íslandi.

Eimskip fyrst fyrirtækja að bjóða upp á starfsþjálfunarnám í skipstjórn

2024 - Eimskip fagnar 110 ára afmæli 17. janúar 2024

Eimskip innleiðir á fyrsta ársfjórðungi mikilvægar breytingar á gámasiglingakerfi félagsins sem hafa það að markmiði að styrkja enn frekar þjónustu við viðskiptavini með áreiðanlegri og umhverfisvænni siglingum og minnka kolefnisspor.