Vöruhúsaþjónusta Eimskips hentar nýjum fyrirtækjum vel. Hægt er að fá aðgang að nútímalegu umhverfi með fullkomnum lagerrekstri og borgað í lok mánaðar fyrir notkun mánaðarins. Þetta fyrirkomulag ásamt möguleikanum á að nota frísvæðið lækkar fjármagnsþörf nýrra fyrirtækja gríðarlega.
Vöruhúsaþjónusta Eimskips þjónar fjölbreytilegum hópi viðskiptavina stórum sem smáum og hýsir vöru af öllum stærðum og gerðum. Boðið er upp á geymslu á vörum í þurrvöruhúsum, kæli- og frystigeymslum, vöktuðum útisvæðum og fyrsta flokks löndunarþjónustu.
Vara í gám sem kemur til landsins í Sundahöfn er flutt af gámavelli að Vöruhótelinu með gámalyftara. Gámaakstur er því óþarfur. Færst hefur í aukana að til dæmis verslanakeðjur láti tæma gáma í Vöruhótelinu. Varan er sorteruð upp á verslanir og fara síðan beint í akstur til verslana.
Fyrirtæki sem hafa stórar árstíðabundnar sveiflur í sinni lagerstarfsemi hafa einnig valið að láta Vöruhótelið annast geymslu og afgreiðslu á þessum vörum. Þannig er hægt að auka veltu mikið án þess að stækka sitt eigið lagerhúsnæði.
Fyrirtæki sem nýta sér Vöruhótel Eimskips geta bætt greiðsluflæði sitt með lækkun lagerkostnaðar, betra vöruflæði, lægri flutningskostnaði og minni fjármagnsbindingu við að nýta sér kosti tollvörugeymslunnar.
Dæmi eru um að fyrirtæki á landsbyggðinni staðsetji hluta af innflutningslager sínum í Vöruhótelinu þó aðsetur fyrirtækisins sé úti á landi. Þetta gildir sérstaklega ef megnið af sölu fyrirtækisins er dreift á höfuðborgarsvæðinu.
Á Íslandi starfrækir Eimskip vöruhúsaþjónustu í Reykjavík, Hafnarfirði, og Oddeyrarskála á Akureyri.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525-7600 eða sendið fyrirspurnir á netfangið vh@eimskip.is.
Dæmi um notkun
Framleiðandi hafði of lítið lagerpláss og var það farið að valda vandræðum í framleiðslunni. Í stað þess að byggja lagerhúsnæði valdi framleiðandinn að nýta sér þjónustu Vöruhótelsins og gat þannig stækkað framleiðsluloturnar og aukið nýtingu framleiðsluvélanna sem skilaði gríðarlega mikilli hagræðingu.
Búðareigandi hafði stóran lager úti í bæ þar sem vörulager umfram búðarlagerinn var staðsettur með tilheyrandi starfsmannahaldi og rekstri sendibíls. Eftir að hafa fengið tilboð frá Vöruhótelinu um lagerhald á hans vörum í tollvörugeymslu, þar sem fastur kostnaður varð breytilegur og tilheyrandi frestun á vörugjöldum ásamt virðisaukaskatti, var ljóst að sparnaðurinn yrði mikill og fjármagnsþörfin minni. Eigin lagerrekstri var hætt og lager fluttur yfir í tollvörugeymslu Vöruhótelsins.
Innflutningsfyrirtæki á Norðurlandi ákvað að láta tæma gáma í Vöruhótelinu. Hluti vörunnar fór norður til fyrirtækisins, en stór hluti var settur á lager í Vöruhótelinu sem sér um að dreifa vörum til viðskiptavina fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrirtæki sem selur dýra sérvöru hefur valið alfarið að hafa sinn vörulager í tollvörugeymslu Vöruhótelsins. Varan er framleidd í Suður-Ameríku og send til Íslands. Vörusendingar fara beint inn í tollvörugeymslu og viðskiptavinurinn þarf því ekki að borga vörugjöld af vörulagernum. Fyrirtækið selur síðan vörur sínar bæði á Íslandi og erlendis. Vörur sem seljast á Íslandi tollafgreiðast, en vörur sem seldar eru úr landi eru fluttar beint út frá tollvörugeymslunni.
Erlendir birgjar geta átt vörur í tollvörugeymslu hjá Vöruhótelinu. Þegar íslenskt fyrirtæki kaupir vöru af erlenda birgjanum er varan tollafgreidd inn í landið af íslenska fyrirtækinu. Þetta lækkar gríðarlega fjármagnsþörf íslenska fyrirtækisins og styttir afgreiðslutíma vörunnar ótrúlega mikið.
Íslensk fyrirtæki sem áður fengu vörukaup sín til landsins í litlum skömmtum hefur tekist að láta erlenda birgja senda vörur í heilgám sem síðan fer í tollvörugeymslu þaðan sem þau geta keypt sama magn af vörum eins og áður sem nú er afgreitt úr tollvörugeymslunni.
Erlendar netverslanir hafa gert samninga við Vöruhótelið um lagerhald á vörum þeirra. Vöruhótelið sér um tollskjalagerð fyrir sendingar og skráir vöru á lager. Netverslunin sendir pantanir á Vöruhótelið sem afgreiðir pantanir og sér um dreifingu á pöntununum til kaupanda. Einnig er boðið upp á að kaupandi geti sótt pöntun í afgreiðslu Vöruhótelsins.