Í Hafnarfirði er boðið uppá fyrsta flokks löndunarþjónustu og einnig margvíslega hliðarþjónustu. Í boði er meðal annars losun og lestun á ferskfisk, frystum afurðum úr frystitogurum og frágangi afla hvort sem er í stórflutningaskip, gáma, vörubíla eða í frystigeymslu okkar sem í daglegu tali nefnist Fjarðarfrost.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525 7910 eða sendið fyrirspurnir á netfangið trawler@eimskip.is.
Fjarðafrost er staðsett á hafnarbakkanum og liggur því nánast við hliðina á skipunum sem landað er úr. Sem dæmi um þá þjónustu sem í boði er þá getum við nefnt:
-
Uppskipun
-
Flokkun
-
Brettun
-
Plöstun
-
Vigtun úrtaks, gáma eða heildarvigtun hverrar pallettu á löggildri vigt
-
Frágangur skips, umbúðarlestun og fleira
-
Fullkomin skoðunaraðstaða með löggildri vigt
-
Prentun af merkingum fyrir vörur, prentað af fullkomnum miðaprentara sem getur prentað út öll letur á hvaða tungumáli sem er
-
Merkingar vöru
-
Stór færanleg löndunarskýli
-
Leigjum lyftara 2 til 8 tonna og einnig gámalyftara ef með þarf
-
Útvegum landkrana
-
Losun á stórflutningaskipum og frystiskipum
-
Vaktað og girt geymslusvæði fyrir veiðarfæri, gáma og stærri einingar
-
Útvegum gáma til leigu fyrir umbúðir og fleira tengt skipum
-
Útvegum allar gerðir af brettum, venjulegum ISO/EUR.
-
Einnig hitaþolnum brettum, sem nauðsynleg eru fyrir útflutning til Ameríku, ef þess þarf.