Fara á efnissvæði

Eimskip Sundahöfn

Gámahöfnin
Er staðsett í Sundahöfn Reykjavík, stærstu höfn á Íslandi. Sumir af stærstu inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins eru staðsett nærri höfninni. Eimskip er jafnframt með afgreiðslur um land allt.

Búnaður og aðstaða
Viðlegur eru 900 metra langar og við erum með fjórar viðlegur með kranaspori. Dýpi við viðlegur er allt að 13 m. Gámahöfnin getur tekið við öllum gerðum skipa bæði gámaskipum og Ro/Ro skipum. Í gámahöfninni eru vöruhús, þurrvörugeymslur ásamt kæli og frystigeymslur. Það eru tveir sporkranar og tveir færanlegir hafnarkranar. Hægt er að þjóna skipum með allt að 15 gámaröðum og lyfta allt að 140 tonn að þyngd. Hægt er fá akstur og góðar tengingar við alla þéttbýlisstaði landsins.

Tengingar
Frá Reykjavík eru tengingar við margar helstu hafnir Norður Evrópu ásamt tengingu við Kanada, Nýfundnaland og Portland Maine í Bandaríkjunum.

Viðhald og viðgerðir
Eimskip rekur verkstæði í Sundahöfn. Þar er hægt að gera við gáma og öll önnur hafnarvinnutæki.

Öryggi og forvarnir
Eimskip leggur mikið upp úr öryggi og forvörnum. Hægt er að nálgast hjá Öryggisdeild Eimskips allar upplýsingar. Gámahöfnin er vöktuð allan sólarhringinn. 

Frekari upplýsingar og tilboð

Sendu okkur fyrirspurn og við svörum eins fljótt og hægt er.