Fara á efnissvæði

Rík tengsl Eimskips við íslenska listasögu

Saga Eimskipafélags Íslands er samofin þjóðarsögu Íslendinga. Stofnun þess var þáttur í sjálfstæðisbaráttunni og starfssaga félagsins endurspeglar þróun atvinnulífs á Íslandi. Allt frá stofnun félagsins hafa forsvarsmenn þess vitað mikilvægi þess að styðja við ýmsa menningarstarfsemi líkt og íslenska myndlist. Það hefur félagið gert með því að fjárfesta í myndlist og hafa íslenskir myndlistarmenn sem svifið hafa seglum þöndum á vit ævintýranna utan landsteinanna löngum notið velvilja félagsins. Safneign félagsins telur hundruð verka og voru valin verk sýnd í janúar á 110 ára afmæli félagsins á listasýningunni Hafið hugann ber.

Eimskip heldur nú áfram að sinna ábyrgðarhlutverki sínu gagnvart íslenskri myndlist, en á 110 ára afmæli félagsins 17. janúar 2024 var ákveðið að stofna nýjan listasjóð í þeim tilgangi að efla myndlistarmenn á Íslandi í sinni listsköpun. Framvegis verður úthlutað árlega úr sjóðnum á haustmánuðum, en helstu upplýsingar eru:

  • Heildarfjárhæð styrks er 3 milljónir króna og skiptist sú upphæð milli styrkþega
  • Styrktir eru 2-3 íslenskir myndlistarmenn í hvert sinn
  • Umsóknarfrestur er til miðnættis 10. nóvember 

Umsóknarferli og tímalína

Styrkurinn er ætlaður fyrir upprennandi íslenska listamenn.

Áhugasamir eru beðnir um að senda inn umsókn gegnum formið hér neðar, eigi síðar en á miðnætti sunnudaginn 10. nóvember 2024. Umsóknir skulu innihalda eftirtalin gögn:

  • Ferilskrá - þ.m.t. upplýsingar um nafn, kennitölu, reikningsnúmer, heimilisfang, símanúmer og netfang; auk tengla á heimsíðu og/eða samfélagsmiðla ef við á.
  • Hugleiðingar - hámark 400 orð.
  • Sýnishorn af 2-4 verkum með stuttum skýringartexta fyrir hvert verk (hámark 200 orð hver).

Opnað fyrir umsóknir: 18. október 2024
Skilafrestur umsókna: Til miðnættis 10. nóvember 2024

Opnað verður næst fyrir umsóknir haustið 2025, en almennar fyrirspurnir má senda á myndlist@eimskip.com

Úthlutunarnefnd sér um að fara yfir umsóknir, en í henni eru:

  • Óskar Magnússon, stjórnarformaður Eimskips
  • Guðmundur Hagalínsson, fyrrum starfsmaður Eimskips til áratuga með sérþekkingu á safneign félagsins
  • Katrín Eyjólfsdóttir, sýningarstjóri myndlistarsýningar Eimskips, Hafið hugann ber

Umsókn

Lokað hefur verið fyrir umsóknir árið 2024. Opnað verður aftur fyrir umsóknir haustið 2025.