Við sjáum um jólapakkana
Eimskip kemur jólagjöfunum þínum hratt og örugglega til vina og vandamanna. Sama gildir um jólamatinn, við erum sérfræðingar í flutningi á kæli- og frystivöru. Eitt verð fyrir alla pakka undir 45 kg að þyngd og 50 x 50 x 50 cm að stærð eða 1.800 kr.
Sendu þinn glaðning milli landshluta með Eimskip. Yfir 130 afhendingarstaðir um allt land.
Skráðu sendinguna þína á vefnum
Þú getur skráð sendinguna og gengið frá greiðslu áður en þú kemur með hana til okkar. Þannig styttum við biðina og flýtum fyrir afgreiðslu. Þú færð svo tilkynningar um stöðu sendingarinnar beint í símann.
Síðustu ferðir
Almennt er síðasti dagur fyrir jólapakkatilboð um land allt föstudaginn 20. desember. Kynntu þér síðustu ferðir í akstri innanlands fyrir jól og áramót hér.
*Á lengstu leiðunum getur mögulega bæst við einn dagur en við tryggjum að sendingin fari alltaf með fyrstu ferð.