Út frá sóttvarnarsjónarmiðum hefur verið tekin upp grímuskylda fyrir alla viðskiptavini sem koma til okkar.
Þetta á jafnt við um bílstjóra og aðra sem koma í vöruhúsin okkar að sækja vörur og einnig þá sem koma í afgreiðslur okkar með pappíra eða annað sem verið er að skila til okkar.
Við þökkum skilninginn og erum þess fullviss að við getum tekið á þessu í sameiningu til þess að passa hvert annað.
Einnig viljum við minna á nýja reglugerð varðandi réttindi bílstjóra til að sækja sendingar sem innihalda hættulegan varning (ADR). Einungis bílstjórar með ADR réttindi hafa leyfi til að sækja slíkar sendingar.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á netfang þjónustudeildar, service@eimskip.is.