EBITDA Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI Í SAMRÆMI VIÐ VÆNTINGAR
Afkomuspá ársins 2017 er óbreytt, EBITDA á bilinu 57 til 63 milljónir evra
Tekjur námu 173,1 milljón evra, hækkuðu um 47,0 milljónir evra eða 37,2% frá Q2 2016
Magn í áætlunarsiglingum jókst um 3,5% og tekjur hækkuðu um 21,5 milljónir evra eða 22,4%
Magn í flutningsmiðlun jókst um 39,6% og tekjur hækkuðu um 25,4 milljónir evra eða 84,3%, þar af voru 22,0 milljónir evra vegna nýrra félaga
EBITDA nam 16,7 milljónum evra, jókst um 0,5 milljónir evra eða 3,2% frá Q2 2016
Kostnaður jókst um 1,1 milljón evra vegna ójafnvægis í flutningum á Íslandi, en staðsetningargjald gáma vegur á móti þeim kostnaði á seinni helmingi ársins
Hagnaður nam 4,9 milljónum evra samanborið við 8,8 milljóna evra hagnað í Q2 2016
Aðallega vegna breytinga á gengismun að fjárhæð 3,2 milljónir evra
Eiginfjárhlutfall var 54,5% og nettóskuldir námu 77,8 milljónum evra í lok júní
Afkomuspá ársins 2017 er óbreytt, EBITDA á bilinu 57 til 63 milljónir evra
Smellið hér til að sjá nánar