Fara á efnissvæði
Uppfært þriðjudaginn 2. nóvember Leiguskipið Tongan hefur verið tekið á leigu á meðan gert er við skemmdir í Goðafossi. Tongan TOG mun sigla eftir sömu áætlun og Goðafoss gerir að öllu jöfnuen Goðafoss kemur svo aftur inn í siglingaáætlun Eimskips í Rotterdam þann 15. nóvember næstkomandi.Sjá nánar í skipafréttum með því aðsmella hérUppfært mánudaginn 1. nóvember Ákveðið hefur verið að gera við skemmdirnar um borð í Goðafossi í Rotterdamþar sem skipið er nú komið til hafnar. Ekki er ljóst á þessu stigi hver töfin á Goðafossi verðuren greint verður frá því hér á síðunni á morgunþriðjudag.Um klukkan 0150 aðfaranótt sunnudags kom upp eldur í skorsteinshúsi Goðafoss. Eldurinn virðist hafa kviknað í útfrá katli á Aþilfarinuen talsvert mikill eldur varð sem gekk greiðlega að slökkva. Engin slys urðu á fólki og áhöfnin hafði full tök á ástandinu allan tímann.Landhelgisgæslunni var gert viðvart og var í sambandi við skipiðauk þess sem flutningaskipið Rafael var í viðbragðsstöðu skammt frá. Goðafoss var staddur miðja vegu á milli Íslands og Færeyja í fremur slæmu veðri811 vindstigum.Þegar eldurinn hafði verið slökktur hélt Goðafoss áfram ferð sinni til Færeyja og þaðan til Rotterdam samkvæmt áætlun.Goðafoss í Sundahöfn síðastliðinn fimmtudag.