Uppfært mánudaginn 21. mars Skemmdirnar á Goðafossi eftir strandið í Óslóarfirði í síðasta mánuði eru meiri en í fyrstu var talið. Þessa dagana er verið að vinna að því að hreinsa botn skipsins og þegar því er lokið hefst viðgerðin sjálf.Samkvæmt áætlun mun Eimskip fá skipið afhent 10. apríl næstkomandi.Uppfært mánudaginn 7. mars Goðafoss er kominn til Odense þar sem gert verður við skipið. Áætlaður viðgerðartími er um þrjár vikur.Uppfært miðvikudaginn 2. mars Um 60 til 70 lítrar af olíu hafa verið teknir úr sjó í nágrenni við Goðafoss í sænskri landhelgien samkvæmt athugunum sænsku langhelgisgæslunnar er ekki þungolía á ferð. Það styður þá kenningu sem áður var uppi um að olían komi af botni Goðafoss sé svokallað blue shine eins og kallað er á ensku.Umhverfisskip á vegum dönsku landhelgisgæslunnar fylgir nú skipinu til hafnar í Odense og gætir þess að ekkert fari úrskeiðis í lífríkinu umhverfis skipið.Uppfært mánudaginn 28. febrúar Goðafoss sigldi út úr norska skerjafirðinum laust fyrir klukkan 1700 að íslenskum tíma mánudaginn 28. febrúar. Áætlaður siglingatími til Odense er um einn sólarhringursvo skipið ætti að vera komið þangað seinnipartinn á þriðjudag.Uppfært mánudaginn 28. febrúar Ákveðið hefur verið að Goðafoss muni sigla frá strandsstað sínum við Fredrikstad til Odenseþar sem gert verður við skipið. Þessa stundina er verið að undirbúa ferðina í samvinnu við norsk yfirvöldþar sem verndun náttúrunnar í nærumhverfi skipsins verður höfð í fyrirrúmi.Áætlað er að Goðafoss komi til Odense um miðja vikuna og að viðgerðir muni taka um tvær til þrjár vikur.Uppfært miðvikudaginn 23. febrúar Klukkan 0700 í morgun var Goðafoss dregin af strandsstað í Oslóarfirðieftir að skipið hafði farið á flot á flóði klukkan 0657. Þrír dráttarbátar komu að verkinutveir drógu Goðafoss á flot og sá þriðji var í viðbragðsstöðu. Skipið var dregið um þrjá kílómetra til norðurs þar það liggur við akkeri á meðan kafarar skoða skemmdirnarGámaskipið Sleipnir leysir nú Goðafoss af á Norðurleiðinni og mun fara annan hring þar sem ekki hefur verið gengið frá leigu á sambærilegu og Goðafossi á meðan ekki er vita um skemmdir á skipinu. Uppfært þriðjudaginn 22. febrúar Eins og komið hefur fram í fréttum strandaði Goðafoss á leið sinni frá Fredrikstad á fimmtudagskvöldið. Þetta er fyrsta stórslysið sem Eimskip lendir í með gámaskip við Noregsstrenduren um borð í skipinu voru 435 gámar og af þeim 188 tómir.Farmurinn var samtals 3.459 tonnen létta þarf skipið um 1.200 til 1.500 tonn áður en það verður dregið af slysstað. Skipið liggur fast á 50 metra kafla fyrir miðju þess og fram og afturendi eru á floti. Í gærkvöldi kom gámaskipið Kristin D að skipshlið til að auðvelda losun gáma og flýta aðgerðum. Fleyta á skipinu af strandstað á morgun með aðstoð dráttarbáta.Rúmlega 800 tonn af olíu voru um borð. Hundrað rúmmetrar af olíu hafa verið hreinsaðir upp en það eru í kringum 100 tonn. Fjórir tankar eru skemmdiren olía var í þremur þeirra. Þrjár olíugirðingar umhverfis skipið varna olíuleka taki hann sig upp aftur. Olíubrák sem sést á myndum frá slysstað er eðlislétt og brennd til að hita þungolíu. Ekki er um stóra flekki þungolíu að ræða í sjónum.Sérfræðingar hafa náð tökum á olíulekanum úr Goðafossisem strandaði í gærkvöld nokkrar sjómílur út af Fredrikstad í Noregiog er undirbúningur að dælingu úr skipinu þegar hafinn.Eimskipafélag Íslands vinnur að rannsókn málsins og björgun á slysstað í nánu samstarfi við norsk stjórnvöldstrandgæslu og yfirstjórn umhverfismála samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum frá strandsstaðsegir Ólafur William Handupplýsingafulltrúi Eimskips.Um 800 tonn af olíu eru um borð í Goðafossi. Tvær flotgirðingar hafa verið settar upp í kringum strandstaðinn og er sænska strandgæslan á leiðinni á staðinn með þriðju girðinguna til að hindra enn frekar dreifingu olíu. Kafarar eru þessa stundina að kanna skemmdir á skipinu en það situr fast á skeri um 100200 metra frá landi. Norska strandgæslan hefur yfirumsjón með aðgerðum sem snúa að verndun náttúrunnar á staðnum. Um 430 gámar eru um borð í Goðafossi og verið er að meta hvort og hvenær gámarnir verða fluttir frá borði.Tengiliðir við fjölmiðlaÍsland Ólafur William Handfarsími 825 7221netfangowheimskip.isNoregur Bjørn Richard Johansenfarsími 4747 800 100netfangbrjfirsthouse.no