Umhverfisskýrsla fyrir þriðja ársfjórðung hefur verið birt (sjá hér). Skýrslan gefur mikilvæga sýn yfir stöðu fyrirtækisins auk þess sem að öll gögn eru rýnd með tilliti til umbóta.
Félagið heldur áfram því verkefni að tryggja að gögn frá öllum starfsstöðvum á alþjóðavísu streymi inn í kerfið. Á þessum ársfjórðungi bættust við umhverfisgögn frá Grænlandi og Svíþjóð. Auk skipaflotans eru því gögn frá starfseminni á Íslandi, Færeyjum, Póllandi, Spáni, Bretlandi, Noregi, Ítalíu, Hollandi, Grænlandi og Svíþjóð í umhverfisuppgjöri Q3.
Losun í umfangi 1 á þriðja ársfjórðungi 2022 var 4% hærri en fyrir sama tímabil í fyrra. Sveiflur milli ársfjórðunga eiga sér eðlilegar skýringar en meginástæða er að magn í áætlunarkerfinu hefur aukist samhliða. Aðgerðir sem stuðla að lækkun kolefnisfótspors í umfangi 1 eru enn sem fyrr mikilvægar fyrir fyrirtækið enda liggja áhrif félagsins varðandi loftlagsmál að stórum hluta í rekstri tækjaflota. Í fjárfestakynningu fyrir þriðja ársfjórðung var tilkynnt að félagið hefði hafið vinnu við að greina og meta valkosti varðandi að endurnýja skipaflotann með áherslu á umhverfisvænni skip enda ljóst að markmið um minnkun í losun nást ekki á annan hátt.
Losun í umfangi 2 hefur aukist miðað við þriðja ársfjórðung 2022 sem skýrist af því að nú eru fleiri erlendar skrifstofur inní þeim útreikningum. Umfangið í scope 2 hefur verið frekar lítið í gegnum tíðina þar sem Ísland með sína grænu orku hefur verið stærsti hlutinn af umfanginu þar. Heildaráhrif erlendu starfseminnar eru minniháttar með tilliti til heildarlosunar þar sem að losun í umfangi 2 skýrir um 1% af heildarlosun fyrirtækisins.
Umfang 3 dróst saman á milli þriðja ársfjórðungs 2022 og 2021. Stór hluti úrgangs félagsins má rekja til úrgangsolíu skipa. Þessi flokkur var ranglega flokkaður í fyrri uppgjörum og ekki settur í endurvinnsluflokk en úrgangsolía er endurunnin. Með þessari breytingu fór endurvinnsluhlutfall félagsins upp í 72%.
Unnið er að fjölbreyttum umhverfisverkefnum hjá fyrirtækinu. Landsvirkjun og Eimskip undirrituðu viljayfirlýsingu á síðasta ársfjórðungi sem snýr samvinnu í orkuskiptum í skipa- og landflutningaflota Eimskips. Fyrirtækin munu skoða saman stöðu markaða og tækniþróunar þegar kemur að notkun vetnis eða rafeldsneytis í stað jarðefnaeldsneytis í samgöngum með það að markmiði að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Innviðauppbygging er gríðarlega mikilvæg þegar horft er til framtíðar og því er þetta stórt skref.
Félagið heldur áfram að fjárfesta í grænum tækjum. Á síðasta ársfjórðungi ákvað Eimskip að fjárfesta í tveimur rafknúnum vöruflutningabílum frá Volvo. Félagið hefur áður fjárfest í smærri flutningabílum sem eru knúnir af grænni orku meðal annars metan og rafmagnsbíla.
Vegferðin heldur áfram og Eimskip leggur mikinn metnað í að vera framarlega þegar horft er til umhverfismála.