Eimskip hefur nú gefið út umhverfisuppgjör fyrir þriðja ársfjórðung og er það í sjöunda sinn sem ársfjórðungsuppgjör er gefið út. Regluleg umhverfisuppgjör styðja við umhverfisstefnu félagsins og auðveldar áhættumat með tilliti til þessa málaflokks. Uppgjörið má finna hér.
Í flestum mælikvörðum eru hlutföll að þróast í jákvæða átt sem er í takti við stöðuga vinnu starfsfólks í umhverfismálum.
Hlutfall endurvinnanlegs sorps fer frá 23% á Q3 2020 í 31% Q3 2021 (QoQ) sem er jákvætt. Hlutfall flokkaðs sorps er 78 % fyrir þennan ársfjórðung . Flokkað sorp hefur verið á bilinu 78-82% á árinu en var 73% árið 2020.
Hlutfall prentaðs efnis fer niður um 8% sé sami ársfjórðungur síðasta árs skoðaður. Ef miðað er við prentun ársins 2015 þá má segja að starfsmenn hafi dregið úr pappírsnotkun sem samsvarar 180 trjám á ári. Fleiri verkefni er stuðla að minni útprentun eru í farvatninu á nýju ári.
Félagið hefur það að markmiði að draga úr útblæstri um 40% per flutta einingu frá árinu 2015 fram til 2030 en þetta markmið er beintengt heimsmarkmiði 13 um loftlagsmál. Lang stærsti hluti kolefnisfótspors Eimskips kemur frá skipum. Þegar þriðji ársfjórðungur er skoðaður þá sést að útblástur á hverja flutningseiningu (að undanskildum flutningi Nuuk-Reykjavík) helst óbreyttur miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Það er mjög ásættanleg niðurstaða að standa í stað enda hefur siglingakerfið félagsins stækkað á liðnu ári með tíu gámaskip í rekstri á Q3 2021 í samanburð við níu á Q3 2020. Þessi mælikvarði er aðlagaður fyrir samsiglingum á leggnum Reykjavík-Nuuk með grænlenska flutningafélaginu Royal Arctic Line (RAL) þar sem RAL er með einokunarstöðu á þeim legg
Sem hluti af framtíðarsýn Eimskips þá vinnur félagið að verkefnum sem tengjast framtíðareldsneyti skipa, ökutækja og annarra tækja. Það er áhugavert að taka þátt í hraðri þróun bæði með tilliti til tækniþróunar og innviðauppbyggingar en eins og félagið hefur áður kynnt er ljóst að töluverð framþróun þarf að eiga sér stað á þessum markaði til að minnka útblástur svo um muni.