Fara á efnissvæði
Í kjölfar ákvörðunar Eimskips um að lýsa yfir sameiginlegu sjótjóni vegna strands Goðafoss vill félagið koma eftirfarandi á framfæri Þegar sjóslys verður með þessum hætti á hafi úti og unnið er undir mikilli tímapressu eru björgunaraðilar ófáanlegir til að semja um fast verð fyrir björgun. Þegar þannig háttar til er nauðsynlegt að lýsa yfir sameiginlegu sjótjónisamkvæmt reglum þar að lútandi í siglingalögum og skilmálum farmbréfasegir Ólafur William Handupplýsingafulltrúi Eimskips.Sameiginlegt sjótjón er jafnað niðurþ.e.a.s. eigendur allra verðmæta sem í húfi voru þegar Goðafoss strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst. Þeir sem eru með farmtryggingu verða vitaskuld ekki fyrir tjóni. Hefur Eimskip þegar sent bréf til allra farmeigenda sem málið varðarmeð frekari útskýringum. Til að flýta fyrir afgreiðslu á farmi til eigenda hefur Eimskip lagt fram tryggingu til handa björgunaðilumtekið skal fram að það er ekki venjan í málum sem þessum að skipafélög leggi fram slíkar tryggingar. Tryggingin er ákvörðuð af björgunaraðilum sem Eimskip tekur að sér að innheimta fyrir þeirra hönd. segir Ólafur.Allar nánari upplýsingars.s. reglugerðir reglur siglingalaga er varða sameiginlegt sjótjóner að finna á vef Eimskips.