Fjölmargir fulltrúar erlendra fyrirtækja heimsóttu Eimskip í tilefni af 100 ára afmæli félagsins í síðustu viku. Þar á meðal voru fulltrúar frá COSCO sem er stærsta skipafélag í Kína og fimmta stærsta skipafélag í heimi.Í tengslum við heimsókn COSCO var undirritaður samningur milli félaganna um samstarf með sérstakri áherslu á flutninga á NorðurAtlantshafi og á alþjóðlega frystiflutningsmiðlun. Einnig var gert samkomulag um framtíðarsamstarf á milli félaganna tengt mögulegum siglingum yfir Norðurheimskautið.Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips og Zhu Jiandong framkvæmdastjóri COSCO undirrita nýjan samstarfssamning á milli félaganna.Forseti Íslandshr. Ólafur Ragnar Grímssonásamt Gylfa Sigfússyni forstjóra EimskipsZhu Jiandong framkvæmdastjóra COSCO og MA Jisheng sendiherra Kína á Íslandi í afmælisfagnaði Eimskipafélagsins í Hörpu 17. janúar sl.