Eimskip undirritaði í nóvember 2015 yfirlýsingu um loftslagsmál sem felur í sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum og mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðuna. Eimskip setti sér þá markmið um að minnka kolefnisspor sitt um 40% á flutta einingu til ársins 2030.
Við erum stolt af árangrinum sem náðst hefur, kolefnisspor okkar hefur dregist saman um 12% á árinu 2018 samanborið við árið 2015.
Stefna Eimskip í samfélagsábyrgð var mótuð árið 2016 og birt árið 2017. Stefnan byggir á leiðbeiningum frá Nasdaq ESG Reporting Guide sem gefnar voru út í mars 2017.
Eimskip hóf samstarf við Klappir Green Lausnir hf. árið 2016 til að innleiða hugbúnað sem safnar mæligildum frá hverri rekstrareiningu og streymir þeim í miðlægan gagnagrunn fyrir umhverfismál. Markmið Eimskip er að ná framúrskarandi árangri í umhverfismálum og málum tengdum sjálfbærni á öllum sviðum, einnig vill Eimskip tryggja lögfylgni við alþjóðleg umhverfislög og reglugerðir. Í framhaldi af þessari vinnu var ESG skýrsla vegna áranna 2015 til 2018 fyrir Eimskipafélag Íslands hf., Eimskip Ísland ehf. og Faroe Ship birt á heimasíðu okkar samhliða ársskýrslu 2018.
Við erum stolt af árangrinum sem náðst hefur, kolefnisspor okkar hefur dregist saman um 12% á árinu 2018 samanborið við árið 2015.
Einnig erum við með kolefnisreiknivél sem gefur okkar viðskiptavinum og öðrum færi á að reikna út kolefnisspor sem tengist flutningum.