Rekstrarhagnaður EBITDA á fyrsta ársfjórðungi 2011 var 21 milljarðar ISKHagnaður eftir skatta var 928 milljónir ISKHeildarvelta Eimskips samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi ársins 2011 var 143 milljarðar ISK EUR 902 m samanborið við 125 milljarða ISK árið 2010. Rekstrarhagnaður EBITDA var um 21 milljarðar ISKEUR 13 m en var 12 milljarðar ISK árið 2010. Hagnaður eftir skatta var 928 milljónir ISK EUR 58 m en var 202 milljónir ISK árið 2010. Heildareignir félagsins í lok mars voru 457 milljarðar ISK EUR 283 m og er eiginfjárhlutfallið 59. Vaxtaberandi skuldir voru 11 milljarðar ISK EUR 69 m. Flutningamagn samstæðunnar í áætlanasiglingum dróst saman um 3 á fyrsta ársfjórðungi á milli ára en flutningamagn í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun Eimskips jókst um 7 á milli ára á sama tímabili.Afkoma er umfram væntingar sem skýrist af innheimtu á útistandandi kröfu að fjárhæð 1 milljarður ISK sem búið var að færa að fullu niður í bókum félagsins. Afkoma af reglulegri starfsemi var hinsvegar undir væntingum og er megin skýring þess kostnaður sem féll á félagið vegna strands Goðafoss í Noregi um miðjan febrúarsem og 3 almennur samdráttur í flutningamagni í áætlanasiglingum á tímabilinu. Strandið á Goðafossi er með stærri tjónum sem félagið hefur orðið fyrir á síðustu áratugum en félagið er vel tryggt og getur því vel mætt slíkum áföllum. En þrátt fyrir það féll um 80 milljónir króna beinn kostnaður á félagið á fyrsta ársfjórðungi vegna óhappsins.Gylfi Sigfússon forstjóriAfkoma á fyrsta ársfjórðungi af reglulegri starfsemi er undir okkar væntingum og hefur strandið á Goðafossi þar mikið að segja. Það sem veldur okkur þó mestum áhyggjum er að magn í áætlanaflutningum í flutningakerfum okkar er ennþá að dragast saman á milli árasem er ekki í takt við okkar væntingar. Magnið hefur dregist saman bæði á Íslandi og í Færeyjum en magnið í alþjóðlegu flutningsmiðluninni er í góðum vexti.Horfur fyrir árið 2011 gefa því ekki tilefni til mikillar bjartsýni og ekki er fyrirsjáanleg nein aukning á flutningamagni í samanburði við árið 2010. Félagið varð fyrir því óláni að skipið Reykjafoss sem siglir á Norður Ameríku fékk högg á skrúfuna í höfninni í Argentia á Nýfundnalandi í apríl mánuði og þurfti skipið að fara í viðgerð í framhaldi. Þetta óhapp mun hafa einhver óveruleg áhrif á afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi. Það lítur því út fyrir að við séum að horfa fram á enn eitt ár stöðnunar í flutningamagni og því er ljóst að hjól atvinnulífisns eru ekki að fara af stað þrátt fyrir væntingar okkar um annað. Auk þess eiga viðskiptavinir félagsins á Íslandi enn í miklum erfiðleikum með að fjármagna sitt birgðahaldlaunahækkanir lenda með miklum þunga á fyrirtækjunum á þessu árisamdráttur er í veltu hjá fjölmörgum viðskiptavinum okkar og lítil sem engin verkefni eru að fara af stað.