Fara á efnissvæði

Þegar frystiskipið Pólfoss var nýlagt af stað frá Kristiansund í Noregi í gærkvöldi sló út rafmagni á skipinu með þeim afleiðingum að það varð óstjórnhæft og strandaði skammt frá bryggju. Skipið fékk aðstoð dráttarbáts og var komið aftur að bryggju innan þriggja tíma. Engin hætta skapaðist fyrir áhöfn, frakt eða umhverfið. Unnið er að því að greina bilun og mögulegar skemmdir á skipinu sem vonast er til að séu óverulegar.