Fara á efnissvæði
Um klukkan 11.15 að staðartíma var Polfoss dregið á flot. Dráttabáttur togaði í skipið og losnaði það strax. Skipið siglir nú til Sandnessjoen fyrir eigin vélarafli þar sem það verður skoðað. Eftir skoðun heldur skipið áfram ferð sinni til Alesund.Um klukkan 0600 í morgun 16.11.2012 strandaði frystiskipið Polfoss skip Eimskipafélagsins við Eyjuna Altra í norður Noregi.Ekki urðu slys á áhöfn og ekki vitað um skemmdir á skipi og farmur er óskemmdur. Polfoss strandaði á sandgrynningum og ekki hefur verið vart við neinn olíuleka út skipinu. Skipið var að á leið frá Melbu til Alesund þegar óhappið varð. Veður á standstað er gott. Áhöfnin er að meta aðstæður og næsta flóð er um klukkan 13.45 á staðartíma.Ekkert er vitað um tildrög strandsins að svo stöddu en félagið er vátryggt fyrir tjónum sem þessum.Frekari upplýsingar verða veittar þegar þær liggja fyrir.