Nýjasta skip EimskipafélagsinsLagarfosser 875 gámaeiningar að stærð og kom til Reykjavíkurhafnar í fyrsta skipti sunnudaginn 17. ágúst kl. 1530.SkipstjórinnGuðmundur Haraldssonásamt 11 manna íslenskri áhöfn tóku við skipinu í Kína í þann 24. júní.Burðargeta skipsins er 12.200 tonnþað er 1407 metrar á lengd og 232 metrar á breidd. Tveir 45 tonna gámakranar eru á skipinu sem hentar vel á markaðssvæði Eimskips á NorðurAtlantshafi. Skipið er búið öflugum skut og bógskrúfum og er sérstaklega styrkt fyrir íssiglingarmeð ísklassa 1Aauk þess að vera með tengla fyrir 230 frystigáma.Lagarfoss mun leysa Selfoss af á gulu leiðinni sem siglir frá GrundartangaReykjavík og Vestmannaeyjum til Þórshafnar í FæreyjumImmingham í BretlandiHamborgar og Rotterdam. Með tilkomu nýja skipsins opnast möguleiki á að bæta við viðkomu í Vlissingen í Hollandimeðal annars til að þjóna betur Norðuráli á Grundartangaeinum af stærstu viðskiptavinum félagsins.Lagarfoss er sjöunda skipið sem ber þetta nafn hjá félaginu. Lagarfoss I var þriðja skipið sem Eimskip eignaðist og var það í eigu félagsins frá 1917 til 1949.Gylfi SigfússonforstjóriÞessi fjárfesting undirstrikar þá áherslu sem Eimskip leggur á flutninga á milli ÍslandsFæreyjaBretlands og norðanverðar Evrópu. Nýja skipið er sérhæft og vel útbúið fyrir aðstæður á NorðurAtlantshafi og mun styrkja þjónustu við viðskiptavini okkar. Lagarfoss er stærra og hraðskreiðara skip en Selfoss og mun því auka áreiðanleika þjónustunnarauk þess sem nýja skipið er hagkvæmara í rekstri og umhverfisvænna. Gula leiðin er viðkvæm fyrir töfum vegna farmsins sem þar er flutturen við flytjum í viku hverri ferskan fisk til afhendingar á fiskmörkuðumauk þess sem aukning er á áframflutningi á ferskum fiski með bílum í Evrópu og með flugi til Bandaríkjanna og Kína.Þetta er mjög kærkomin og jákvæð þróun fyrir Eimskip á hundrað ára afmælisári félagsins. Viðræður um afhendingu seinna skipsins eru nú í gangi og niðurstöðu að vænta á þriðja ársfjórðungien ljóst er að afhendingin mun ekki verða fyrr en á árinu 2015.Um EimskipEimskip rekur 51 starfsstöð í 19 löndum og er með 16 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1.400 starfsmönnumþar af um 800 á Íslandi. Um helmingur tekna félagsins kemur frá starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.