Jan Felix Grossbruchhaus hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Eimskips í Þýskalandi frá og með 1. apríl 2013.Jan Felix hefur starfað hjá MAERSK síðastliðin 24 ár og nú síðast sem yfirmaður MAERSK Íslandsdeildar og einnig sem deildarstjóri frystiflutningsþróunar í Þýskalandi.Í mörg ár hefur Jan Felix verið megin tengiliður MAERSK við Eimskip og hefur hann byggt upp góð tengsl við marga af okkar starfsmönnum um allan heim.Jan Felix útskrifaðist frá flutningaskóla Chamber of Commerce byggt á Dual Education Model í Þýskalandi.Við bjóðum Jan Felix velkominn til Eimskips og óskum honum velfarnaðar í nýju starfi.Um EimskipEimskip rekur starfsemi í 17 löndum og er með 17 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1.320 starfsmönnumþar af um 760 á Íslandi. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun. Jan Felix