Fara á efnissvæði
Í frétt frá 10. október sl. kom fram að nýjar reglur Emission Control Areas ECAs fyrirbrennisteinsútblástur skipa taka gildi 1. janúar 2015. Reglugerðin byggir á samþykkt Sameinuðuþjóðanna um umhverfisvæna sjóflutninga og snýr hún að því að draga úr brennisteinsmagni íbrennsluolíu. Leyfilegt innihald brennisteins í brennsluolíu er í dag 1 en verður 0.1. Reglugerðinnier framfylgt af Alþjóðasiglingamálastofnuninni International Maritime Organization IMO.Eimskip leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi sem þjónustufyrirtæki í flutningum og því bæðiskylda og ásetningur félagsins að sýna ábyrgð í þessum málaflokki og þróast í takti við kröfurumheimsins í umhverfismálum. ECA reglugerðinni er ætlað að hafa jákvæð áhrif á umhverfið þarsem markmiðið er að draga úr brennisteinsútblæstri frá skipum um 90 á ECA svæðum.Þessar nýju reglur ná yfir siglingaleiðir Eimskips eins og sjá má á kortinu hér að ofan. Þærhafa því óhjákvæmilega áhrif á olíukostnað félagsins þar sem sú olía sem notast verður við áECA svæðum er töluvert dýrari en sú olía sem félagið hefur notað hingað til. Félagið mun þvíinnheimta Low Sulfur Fuel Surcharge LSS gjald frá og með 1. janúar 2015 og má sjá nánariútlistun í töflunni.Viðskiptavinir Eimskips fá nánari upplýsingar um þessar breytingar þegar líður nær gildistöku reglugerðarinnar.Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um ECA á heimasíðu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar undir tengli staðsettumhér.Einnig bendum við viðskiptavinum okkar á að hafa samband við tengiliði sína hjá Eimskip ef þörf er á nánari upplýsingum.Hérmá sjá bréf sem sent var til viðskiptavina félagsins.