1. janúar síðastliðinn tók gildi breyting á samningum Eimskips sem snúa að vöruhúsaþjónustu. Breytingin felst í því að í stað þess að verð í samningum taki mið af vísitölu neysluverðs taka þau mið af nýrri vöruhúsavísitölu. Vöruhúsavísitalan er samsett þannig að Launavísitala vegur 55% og Byggingarvísitala vegur 45%.
Þessi breyting hefur engin áhrif á þá samninga sem í gildi eru en samningar sem ganga á framlengingarákvæði munu taka mið af vöruhúsavísitölu við næstu breytingar ásamt því að allir nýir samningar munu taka mið af þessari nýju vöruhúsavísitölu.