Framhaldsaðalfundur Eimskipafélags Íslands var haldinn föstudaginn 26. apríl 2019 í höfuðstöðvum félagsins í Korngörðum 2 þar sem ný stjórn var kosin og farið var yfir önnur mál.
Fimm framboð bárust til aðalstjórnar og var því sjálfkjörið í stjórn. Baldvin Þorsteinsson, Guðrún Blöndal, Hrund Runólfsdóttir og Lárus L. Blöndal sitja áfram í stjórninni en auk þeirra kemur Óskar Magnússon nýr inn í aðalstjórn. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er Baldvin Þorsteinsson stjórnarformaður og Hrund Runólfsdóttir varaformaður stjórnar.
Þrjú framboð bárust í varastjórn og var því efnt til kosninga. Niðurstaðan var sú að Jóhanna á Bergi og Vilhjálmur Vilhjálmsson taka sæti í varastjórn.
Undir öðrum málum kom fram að stjórn félagsins mun meta kosti og galla tilnefningarnefnda og kynna niðurstöður sínar á aðalfundi árið 2020.