Fara á efnissvæði
NASDAQ OMX NASDAQ NDAQ tilkynnir að í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Eimskipafélags Íslands hf. auðkenni EIM á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Eimskipafélag Íslands Eimskip flokkast sem meðalstórt félag e. mid cap innan iðnaðargeirans. Eimskip er fimmta félagið sem skráð er á Aðalmarkað innan NASDAQ OMX Nordic á árinu 2012 og annað félagið sem skráð er á NASDAQ OMX Iceland áþessu ári.Eimskipafélag Íslands á rætur að rekja aftur til ársins 1914 og er elsta skipafélag á Íslandi. Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki sem veitir alhliða flutningaþjónustubyggða á áreiðanlegu og skilvirku framleiðslukerfi á NorðurAtlantshafi og alþjóðlegri frystiflutningsmiðlunmeð framúrskarandi þjónustu að leiðarljósi. Eimskip rekur nú 49 starfsstöðvar í 17 löndum og er með 17 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1.300 starfsmönnumþar af um 750 á Íslandi.Gylfi Sigfússonforstjóri EimskipsÞað er ánægjulegt fyrir okkur starfsmenn Eimskips að hlutabréf félagsins séu nú tekin til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland. Mikill áhugi var á félaginu í útboðinu og er það nú komið í þá dreifðu eignaraðild sem við vonuðumst eftir. Eimskip gegnir mikilvægu hlutverki í flutningum á NorðurAtlantshafi og þeim framtíðarverkefnum sem þar eru í burðarliðnum. Við vonum að skráning félagsins verði mikilvægt framlag til enduruppbyggingar og þróunar hlutabréfamarkaðar á Íslandi.Páll Harðarsonforstjóri NASDAQ OMX IcelandPáll Harðarsonforstjóri NASDAQ OMX IcelandsagðiMeð stolti býð ég Eimskip velkomið á Aðalmarkaðinn.Eimskip hefur haft áhrif á líf margra kynslóða Íslendinga sem nauðsynlegur samgönguhlekkur á milli Íslands og umheimsins allt frá því snemma á tuttugustu öld. Við hlökkum til að styðja við Eimskip sem skráð félag. Félagið nýtur nú þess aukna sýnileika sem fylgir skráningu á Aðalmarkaðnum. Við óskum því alls hins besta.Íslandsbanki og Straumur fjárfestingabanki eru umsjónaraðilar með skráningunni sem og viðskiptavakar.Viðtal við Gylfa Sigfússon