Meira en fimmföld eftirspurn í almennu útboðiÍ dag2. nóvember 2012kl. 1600 lauk almennu útboði með hlutabréf Eimskipafélags Íslands hf.en Straumur fjárfestingabanki hf. og Íslandsbanki hf. eru ráðgjafar félagsins og seljenda. Útboðsgengið var fyrirfram ákveðiðkr. 208 á hlut. Samtals bárust áskriftir fyrir yfir ellefu milljarða króna eða sem nemur yfir fimmfaldri umframeftirspurn m.v. þann 5 hlut sem boðinn var til sölu af Landsbanka Ísland hf.ALMC hf. og Samson eignarhaldsfélagi ehf. Í ljósi mikillar umframeftirspurnar mun félagiðlíkt og fram kom í skráningarlýsingu þessauka við framboðið og selja 6.000.000 eigin hlutieða sem nemur 3 af útgefnu hlutafé. Samtals eru því seldir 16.000.000 hlutir eða sem nemur 8 af útgefnu hlutafé félagsins.Alls skráðu um 2.500 fjárfestar sig fyrir hlutum í almenna útboðinu. Sala á hlutum í almennu útboði kemur til viðbótar við sölu á 20 hlut sem seldur var í lokuðu útboði og lauk fimmtudaginn 26. október s.l. og 14 hlut sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna keypti af Landsbanka Íslands og sjóðum á vegum The Yucaipa Companies áður en lokað útboð hófst. Samtals hefur því 42 hlutur í félaginu skipt um hendur í tengslum við skráningu félagins á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland hf. Söluandvirði þessa 42 hluta er samtals yfir 17 milljarðar króna.Úthlutun hlutabréfa í almenna útboðinu fer fram samkvæmt því sem fram kemur í kafla 6.2.5 í verðbréfalýsingu Eimskipafélags Íslands hf.dags. 22. október 2012. Aðilum sem skráðu sig fyrir hlutabréfum verður tilkynnt um úthlutun með tölvupósti fyrir kl. 1600 mánudaginn 5. nóvember 2012.Gylfi SigfússonforstjóriÞað er mér mikið ánægjuefni hversu vel fjárfestar hafa tekið félaginuen niðurstöður útboðsins gefa til kynna að fjöldi hluthafa í kjölfar skráningar verði um þrjú þúsund sem þýðir að nú er félagið komið í þá dreifðu eignaraðild sem ég vonaðist eftir. Fyrir hönd Eimskipafélags Íslands þakka ég nýjum hluthöfum og starfsmönnum félagsins það traust sem þeir hafa sýnt félaginu og hlakka til að eiga með þeim farsælt samstarf í framtíðinni.