Fara á efnissvæði

Eimskip hefur nú hafið söfnun á upplýsingum sem krafist er í komandi breytingu á tollreglum Evrópusambandsins (ESB). Breytingarnar eru þekktar sem Import Control System 2 (ICS2).
 
Frá og með 4. nóvember verða tollupplýsingum fyrir sendingar til ESB að fylgja nýjum tollareglum til að tryggja að allar farmskrár séu uppfærðar fyrir lokafrest yfirvalda sem er þann 4. desember 2024.
 
ICS2 styrkir áhættu- og öryggisstjórnun á vörum sem koma inn í eða fara um landamæri Evrópusambandsins sem krefst aukinnar upplýsingagjafar í sjóflutningum. Kröfur vegna ICS2 hafa áhrif á öll fyrirtæki, utan ESB, sem taka þátt í flutningi vara til eða í gegnum einhver af 27 aðildarríkjum ESB, sem og Norður-Írland, Noreg og Sviss.
 
Samkvæmt nýjum tollkröfum þurfa viðskiptavinir að leggja fram nákvæmar upplýsingar um farm fyrir flutning til þess að tryggja að skráning sé unnin fyrir allar vörur sem fara um eða til landamæra ESB.

Þetta felur í sér:

  • Fyrstu 6 tölustafi í tollflokki (HS) vöruflokkunarkerfinu.
  • Nákvæma lýsingu á farmi, svo sem þyngd og fjölda eininga fyrir hverja HS kóða.
  • Efnahagslega aðila skráningarnúmer (EORI) viðtakenda, athugið að EORI númer er gefið út af tollyfirvöldum innan ESB.

Vakin er athygli á því að upplýsingagjöf vegna ICS2 er tilkomin að kröfu yfirvalda ESB ríkja og afleiðingar þess að skila ekki gögnum geta verið seinkun á afgreiðslu á landamærum, neitunar um tollafgreiðslu eða synjunar á tollskýrslum með ófullnægjandi upplýsingum. Í sumum tilfellum geta verið viðurlög þegar ekki er farið eftir tilskildum ákvæðum.

Viðskiptavinum er bent á að hafa samband ef þeir hafa frekari spurningar um ICS2 en einnig má nálgast upplýsingar á heimasíðu Skattsins eða vefsvæði Evrópusambandsins.