Fara á efnissvæði

Aðalfundur Eimskips var haldinn fimmtudaginn 25. mars síðastliðinn þar sem farið var yfir síðastliðið ár og staða félagsins kynnt hluthöfum. Kosið var til nýrrar stjórnar og gerðist það í fyrsta sinn að konur skipa nú meirihluta stjórnar Eimskips.

Þau Hrund Rudolfsdóttir og Vilhjálmur Vilhjálmsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og tóku þær Margrét Guðmundsdóttir og Ólöf Hildur Pálsdóttir sæti þeirra í stjórn félagsins.

Stjórn Eimskips er þar með skipuð þremur konum og tveimur körlum:

Baldvin Þorsteinsson, formaður stjórnar              
Lárus L. Blöndal, varaformaður stjórnar
Guðrún Ó. Blöndal, stjórnarmaður
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður
Ólöf Hildur Pálsdóttir, stjórnarmaður

Auk þeirra skipa þau Jóhanna á Bergi og Óskar Magnússon varamannasæti stjórnar.