Fara á efnissvæði

Í dag kl. 13.21 að staðartíma strandaði frystiskipið Holmfoss rétt fyrir utan Álasund í Noregi á leið sinni milli hafna. Engin slys urðu á áhöfn og engin merki um olíuleka en einhverjar skemmdir eru á skipinu. Farmurinn er að mestu þurrvara og frosinn varningur.

Björgunaraðgerðir gengu vel og var skipið losað af strandstað skömmu síðar. Holmfoss er nú á leið til hafnar í Álasund þar sem lagt verður mat á skemmdir skipsins með hjálp kafara.

Uppfært:
Skipið er nú komið til hafnar í Álasundi og skoðun hefur farið fram. Í ljós kom að einhverjar skemmdir urðu á kjölfestutanki í stefninu sem gera þarf við.  Engar skemmdir urðu á farmi skipsins en það verður nú losað og farmurinn fluttur í önnur skip til afhendingar.