Nú er komið að þeim tíma árs þar sem bláum kollum á litlum hjólum fjölgar um land allt.
Við hjá Eimskip leggjum ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð og er eitt stærsta verkefnið í þeim málaflokki hjálmaverkefnið góða. Frá árinu 2004 hefur Eimskip, í góðu samstarfi við Kiwanishreyfinguna á Íslandi, gefið öllum grunnskólabörnum í 1. bekk reiðhjólahjálm að gjöf.
Öryggis- og forvarnarmál eru okkur afar mikilvæg og því stendur verkefnið okkur nærri, þar sem verkefninu er ætlað að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðamanna landsins.
Frá upphafi samstarfsins hafa verið gefnir um 65.000 hjálmar og á næstu dögum bætast fjölmargir nýir hjálmaeigendur við og erum við afar stolt af því að geta komið góðu til leiðar með þessu flotta verkefni.