Gott Golf mótið sem Eimskipafélag Íslands og Golfsamband Íslands stóðu að til styrktar Krafts fór fram á Selsvelli að Flúðum í gær. Aðstæður til golfleiks voru frekar erfiðar enda blés hressilega á keppendur úr norðri. Rúmlega 50 kylfingar tóku þátt í mótinu og verðlaun voru óvenju glæsileg.í fyrstu og önnur verðlaun voru golfferðir erlendis með ÚrvalÚtsýn og þau hlutu Kristinn S. Kristinsson og Ragnheiður Jónsdóttirbæði úr GK. Kristinn náði 34 punktum og Ragnheiður 32.Mótið átti upphaflega að fara fram í Vestmannaeyjumen eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Landeyjarhöfn verið lokuð undanfarna daga og því var ákveðið að færa golfmótið á Selsvöll á Flúðum.Anna Rún Sigurrósardóttir sigraði með miklum yfirburðum í áheitakeppni sem efnt var til á heimasíðu Gott Golf. Hún safnaði alls um 140 þúsund krónum. Annar varð Sigursteinn Gíslason sem safnaði 76 þúsund krónum. Alls söfnuðust um ein og hálf milljón og rennur allur ágóði til Kraftsstuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein. Þeir 30 sem söfnuðu mestu í áheitum fengu sjálfkrafa keppnisrétt á mótinu og síðan voru 30 nöfn til viðbótar dregin út.1. Kristinn S KristinssonGK34 pt.Ferðavinningur með ÚÚ til Spánar2. Ragnheiður JónsdóttirGK32 pt.Ferðavinningur með ÚÚ til Spánar3. Bjarki GuðnasonGV30 pt.Ferðavinningur með ÚÚ til Spánar4. Einar Björgvin BirgissonGR30 pt.Ársmiði í Herjólf 20115. Sigurður LárussonGR30 pt.Flugmiði innanlands með FÍ6. Jón Valgarð GústafssonGV30 pt.Golfgalli frá ZoON7. Jóhannes ElíassonGR28 pt.Gjafakarfa frá Ölgerðinni8. Gunnar Geir GústafssonGV28 pt.Gjafakarfa frá Fitness Sport9. Ragnar Davíð RiordanGVS27 pt.3 mán. kort í Hreyfingu10. Kjartan EinarssonGK27 pt.Golfboltar frá Titleist