Þann 8. september næstkomandi mun Eimskip halda góðgerðagolfmót í Vestmannaeyjum í samstarfi við Golfsamband Íslands. Allur ágóði af mótinu mun renna óskiptur til Kraftsfélags ungs fólks með krabbamein. Í boði verða fjölmargir glæsilegir vinningar og þar á meðal veglegar vikuferðir í golf til Spánar með Úrval Útsýn. Hér er um stórskemmtilegan viðburð að ræðasem enginn má láta framhjá sér fara.Hægt er að öðlast þátttökurétt í mótinu á þrjá mismunandi vegu1 Hægt er að senda inn þátttökubeiðni og verða 30 slíkar dregnar úr potti. Hver þátttökubeiðni kostar aðeins 250 kr. og ekkert takmark er á fjölda beiðna sem hver aðili má senda inn. Það er því upplagt fyrir kylfinga að senda senda inn sem flestar beiðnir til að auka vinningslíkur sínar og styrkja um leið gott málefni.2 Hægt er að safna áheitum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þeir 30 einstaklingar sem safna flestum áheitum munu öðlast þátttökurétt í mótinu.3 Tíu sæti til þáttöku í mótinu verða auk þess boðin upp og geta fyrirtæki því hreppt sæti fyrir starfsmenn sína með því að bjóða sem hæst.Eimskip hvetur sem flesta til að taka þátt til að leggja góðu málefni lið og eiga um leið möguleika á frábærum degi í VestmannaeyjumAllar nánari upplýsingar er að finna áwww.gottgolf.is og hægt er að lesa meira um Kraft með því að smella hér