Á upplýsingafundi Almannavarna var starfsfólki í fraktflutningum sérstaklega þakkað og lítum við hjá Eimskip að sjálfsögðu á þær þakkir sem hvatningu til áframhaldandi góðra verka.
Eins og aðrir höfum við vissulega þurft að aðlaga okkar starfsemi að nýjum veruleika og finnum við stöðugt nýjar leiðir til að sinna störfum okkar í síbreytilegu umhverfi:
- Áhafnir gámaskipanna okkar fara ekki í land og mega ekki umgangast neina utan áhafnar þegar þeir koma í erlendar hafnir
- Vöruhúsafólk hefur í einhverjum tilvikum þurft að taka upp grímunotnun þar sem návígi er mikið
- Bílstjórar hafa þurft að breyta afhendingu sendinga og nota í mörgum tilvikum grímur
- Skrifstofufólk vinnur að mestu heimavið
- Allir starfsmannahópar halda aðskilnaði á milli vakta og svæða og eru að gæta að persónubundnum sóttvörnum.
Með þessum sveigjanleika og samtakamætti hefur okkur tekist að halda uppi góðri þjónustu við þá fjölmörgu aðila sem nýta þjónustu Eimskips til að koma vörum til og frá landinu og jafnvel alveg heima að dyrum viðskiptavina.
Eimskip vill nota tækifærið og taka undir þakkir Almannavarna og þakka starfsfólki fyrir að leggja sitt að mörkum við að viðhalda framúrskarandi þjónustu Eimskips.
Á meðfylgjandi myndum má sjá kraftmikið starfsfólk í innanlandsflutningum Eimskips sem þarf að notast við grímur við störf sín til að tryggja smitvarnir.