Eftir mörg ár sem hafa einkennst af stöðugum vextivarð í kjölfar efnahagskreppunnar mikill samdráttur í flutningaheiminum. Samdráttur í flutningsmagni og offramboð á flutningsrými leiddi af sér mikinn taprekstur helstu skipafélaga heims. Helstu viðbrögð skipafélaga við samdrættinum voru að fækka skipum í þjónustudraga saman í gámaflota og draga úr siglingahraða.Þetta hafði mikil áhrif á flutninga til og frá Asíu. Flutningstími á milli Íslands og Asíu er langur og því hefur þessi þróun haft meiri áhrif á þjónustustig en á styttri flutningsleiðum.Flutningsmagn hefur nú aukist á nýen skipafélögin hafa ekki brugðist við með að fjölga skipum eða stækkað gámaflota sinn. Þannig er því miður framboð gáma og rýmis í skipum takmarkaðog ekki næst að anna eftirspurn eftir flutningaþjónustu. Samhliða þessari þróun hafa flutningsgjöld hækkað gríðarlega á skömmum tíma.Staðan er því miður sú að nú er erfitt að útvega gáma og rými í skipum.Til að geta tryggt sem best að hægt sé að flytja vörur á þeim tíma sem óskað er eftir hverju sinnibiðjum við þig vinsamlega um að Gera ráð fyrir lengri flutningstíma en áður til og frá Asíu Vera tímanlega í sambandi við starfsfólk sölu og þjónustusviðs Eimskips Hafa eins góðan fyrirvara á flutningsbókunum og kostur erAllar nánari upplýsingar veitir starfsfólk áSölu og þjónustusviði Eimskipsí síma 5257800.