Fara á efnissvæði

Falasteen Abu Libdeh hefur tekið við stöðu sjálfbærnisérfræðings hjá Eimskip. Falasteen hefur starfað hjá Eimskip síðan 2017 sem sérfræðingur á Mannauðs- og samskiptasviði og hefur hún m.a. leitt kjaraþróun og Jafnlaunavottun hjá félaginu ásamt því að vinna að samfélagsábyrgð. Hún mun nú alfarið snúa sér að sjálfbærnimálum en félagið vinnur að stefnumótun og uppfærðri aðgerðaráætlun til næstu þriggja ára í þeim málaflokki. 

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri:

„Eimskip hefur um árabil verið framarlega á sviði samfélagsábyrgðar. Sjálfbærni er vegferð og jafnvel þó við höfum verið leiðandi í þessum málaflokki á Íslandi þá erum við nú að auka áherslu á málaflokkinn til að tryggja að hann verði samofinn okkar daglegri starfsemi og ákvörðunartöku á alþjóðavísu. Falasteen þekkir sjálfbærnimálin afar vel og ég hlakka til að vinna áfram með henni að þessum mikilvæga málaflokki.“

Falasteen er með BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MPM gráðu í Verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.