Snjóbrettakappinn Hreinn Heiðar Halldórsson sigraði í gámastökki á AK Extreme sem er stærsta snjóbrettamót sem haldið er á Íslandi. Mótið haldið árlega í miðbæ Akureyrar og í Hlíðarfjalli.Um 7 þúsund manns fylgust með þegar Gámastökksmót Eimskips var haldið í Gilinu. Byggður hafði verið snjóbrettapallur í Gilinu sem samanstóð af alls 18 gámum og var hæðin 15 metrar. Keppendur stukku svo ofan af gámunum með miklum tilþrifum.Hreinn Heiðar bar sigur úr býtum eftir gríðarlega harða keppni margra öflugra snjóbrettakappa.