Fara á efnissvæði
Eimskip tók í dag við nýju skipiLagarfossií Kína. Samningur var gerður um smíði tveggja skipa í júní 2011. Í ljósi þess að verkinu seinkaði var samið um tæplega 11 milljóna dollara afslátt frá upphaflegu samningsverði skipanna. Viðræður eru í gangi um afhendingartíma seinna skipsins sem mun skýrast á þriðja ársfjórðungi.Við skipinu tók skipstjóri þessGuðmundur Haraldssonásamt 11 manna íslenskri áhöfn.Á leið sinni til Íslands mun Lagarfoss hafa viðkomu í kínversku hafnarborginni Qingdao til að lesta gámam.a. fyrir viðskiptavini félagsins í tilefni af nýjum fríverslunarsamningi Íslands og Kína. Skipið mun einnig flytja 200 nýja frystigáma sem félagið festi kaup á í Kína. Jafnframt verða fluttir gámar til Rotterdam fyrir erlenda viðskiptavini.Skipið mun sigla um 11 þúsund sjómílur á leið sinni til Rotterdam sem svipar til vegalengdarinnar á milli Norður og Suðurpólsins.Áætlað er að Lagarfoss verði í Rotterdam 12. ágúst næstkomandi og í Reykjavík þann 17. ágúst.Lagarfoss er 875 gámaeiningar að stærðþar af með tengla fyrir 230 frystigáma. Burðargeta skipsins er um 12 þúsund tonnþað er 1407 metrar á lengd232 metrar á breidd og ristir 87 metra. Tveir 45 tonna kranar eru á skipinu.Stjórnhæfni skipsins er góðen það er m.a. búið öflugum skut og bógskrúfum og er sérstaklega styrkt fyrir íssiglingarmeð ísklassa 1A.Lagarfoss mun leysa Selfoss af á gulu leiðinnien það skip mun fara í önnur verkefni.Lagarfoss er sjöunda skipið sem ber þetta nafn hjá félaginu. Lagarfoss I var þriðja skipið sem Eimskip eignaðist og var það í eigu félagsins frá 1917 til 1949.Gylfi SigfússonforstjóriMjög ánægjulegt er að sjá til lands í þessu stóra verkefni. Smíði á sérhæfðu gámaskipi mun styrkja þjónustu við viðskiptavini félagsins á NorðurAtlantshafi. Viðræður um afhendingu seinna skipsins eru nú í gangi og niðurstöðu er að vænta á þriðja ársfjórðungien ljóst að afhendingin mun ekki verða fyrr en á árinu 2015.Um EimskipEimskip rekur 51 starfsstöð í 19 löndum og er með 16 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1.400 starfsmönnumþar af um 800 á Íslandi. Um helmingur tekna félagsins kemur frá starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.