Eimskip og Brautin, bindindisfélag ökumanna (Veltibíllinn) undirrituðu í dag samning sem felur í sér að Eimskip muni áfram styrkja Veltibílinn til lok árs 2023 en Eimskip hefur stutt við þetta frábæra verkefni undanfarin ár. Með þessum samningi verður áfram stutt við öflugt forvarnarstarf Veltibílsins en aðalmarkmið verkefnisins er að sýna hversu mikilvægt er að nota bílbelti.
Eimskip leggur mikla áherslu á öryggis- og forvarnarmál í sínum rekstri enda eru þeir þættir gríðarlega mikilvægir í starfsemi félagins. Því samræmist verkefnið stefnu félagsins afar vel og styður við þriðja heimsmarkmiðið, heilsu og vellíðan, sem Eimskip leggur áherslu á.
Á myndinni má sjá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips og Pál Halldór Halldórsson fyrir hönd Veltibílsins.