Nýtt skipSkógafossbætist við skipaflotannAukin þjónusta til og frá Norður AmeríkuAukin framleiðslugeta í EvrópusiglingumFrá og með 15. júlí mun Eimskip styrkja siglingakerfi félagsins á Norður Atlantshafi og hefur tekið á leigu Skógafoss 700 gámaeininga flutningaskip sem mun bætast við skipaflota félagsins. Með þessari breytingu munu tvö skip vera í siglingum á Norður Ameríkumarkaði í stað einssem eykur til muna þjónustu gagnvart viðskiptavinum félagsins. Siglingaáætlunin byggir á tveimur viðkomum í mánuði til Everett BostonMA í Bandaríkjunum og til Argentia á Nýfundnalandien mánaðarlegi þjónustu í Halifax og Norfolk í Bandaríkunum.Reykjafossnúverandi Ameríkuskip félagsins mun halda óbreyttri áætlun milli ÍslandsArgentiaHalifaxEverett og Norfolk. Nýtt skipSkógafoss mun hinsvegar þjónusta Nýfundnaland og Everett í Bandaríkjunum.Markaður Eimskips á Nýfundnalandi hefur vaxið ört síðustu misseri og er mikill uppgangur bæði í sjávarútvegi og í stóriðjuframkvæmdum á því markaðssvæði. Hluti af styrkingu á siglingakerfinu er til þess gerð að mæta þessari auknu flutningseftirspurn á milli Nýfundnalands og Evrópu.Einnig verða gerðar eftirfarandi breytingar á Evrópuleiðum félagsins í byrjun júlíSuðurleið mun hætta viðkomu í Hamborg þar sem Norðurleiðin mun leysa hana af hólmi. Þetta er gert til að auka flutningsgetu og áreiðanleika Suðurleiðar.Austurleiðsem hingað til hefur siglt milli Þórshafnar í Færeyjum og Árósa í Danmörkumun bæta við Fredrikstað í Noregi sem viðkomuhöfn.Norðurleið mun á sama tíma hætta siglingum til Fredrikstaðs en í staðinn koma við í Hamborg.EimskipCTGdótturfélag Eimskips í Noregimun bæta Aberdeen í Skotlandi við sem áfangastað í leið sinni til og frá NoregiGylfi Sigfússon forstjóriÞessar breytingar á siglingakerfinu koma til með að styrkja heildarkerfi félagsins og bæta þjónustu við viðskiptavini þess til muna á Norður Atlantshafinu. Einnig eru þessar breytingar liður í því að auka frekar þjónustu okkar í flutningum á milli NýfundnalandsNorðAusturhluta Bandaríkjanna og Evrópu.Nánari upplýsingar um breytingar á siglingarkerfi og áætlun félagsins má fá hjá sölu og þjónustusviði Eimskips á skrifstofutímaeða hér á heimasíðunni.Um EimskipEimskip er með starfsemi í 16 löndumrekur 19 skip og hefur á að skipa um 1.250 starfsmönnumen af þeim vinna um 730 á Íslandi. Um helmingur af tekjum félagsins kemur frá starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að bjóða viðskiptavinum félagsins alhliða flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafssvæðinuásamt því að bjóða víðtæka og öfluga frystiflutningsmiðlun um allan heim.