Eimskip styður við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en ein af megin áherslum Eimskips er að stuðla að forvarnarstarfi og öryggismálum. Eimskip vill koma góðu til leiðar og vekja athygli á málefninu bæði hjá starfsmönnum félagsins og í samfélaginu.
Á hverju ári leita yfir 700 konur að öruggu skjóli til Kvennaathvarfsins. Verið er að byggja nýtt athvarf þar sem fjölbreytt þjónusta verður veitt til kvenna sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum sem og til barna þeirra, en stefnt er af því að hefjast handa á uppbyggingunni á árinu 2023.
Athvarfið er rekið sem heimili, þar sem bæði konur og börn fá ráðgjöf, aðhlynningu, helstu nauðsynjar og frítt fæði. Þá er rekin viðtalsþjónusta sem stækkar ört fyrir þær konur sem búa ekki í hvarfinu en 1200 konur sóttu slík viðtöl á seinasta ári. Nýja athvarfið mun hjálpa þeim að sinna þessum hluta betur.
Á myndinni eru Linda Dröfn Gunnarsdóttir frá Kvennaathvarfinu (t.h.) og Unnur Svala Vilhjálmsdóttir frá Eimskip (t.v.).