Fara á efnissvæði
Ný skip EimskipafélagsinsFyrra skipið af tveimur nýjum gámaskipum Eimskipafélagsins var sjósett í Weihai í Kína síðastliðinn sunnudag. Sjósetningin gekk að óskum og reiknað er með afhendingu í byrjun janúar 2014 og að það verði komið til heimahafnar á Íslandi á öðrum ársfjórðungi 2014.Áætlað er að seinna skipið verði afhent á öðrum ársfjórðungi 2014.Skipin eru systurskip hönnuð og byggð eftir þýskri fyrirmynd og aðlöguð að þörfum Eimskipafélags Íslands. Skipin eru 1407 metrar á lengd232 metrar á breidd og rista 87 metra. Þau eru búin tveimur gámakrönum og geta borið 875 gámaeiningar hvortþar af 230 frystigámaog henta því afar vel til siglinga á markaðssvæði Eimskipafélagsins á Norður Atlantshafi. Skipin eru knúin 9.000 kw vél og eru hvort um sig með tveimur hliðarskrúfum Skipin eru jafnframt um 12.000 tonn að burðargetu.Gylfi SigfússonHluti af framtíðaruppbyggingu félagsins hefur byggst á að styrkja siglingakerfið á Norður Atlantshafi. Á vormánuðum voru kynntar til sögunnar margar nýjungarsvo sem strandsiglingar umhverfis Íslandfleiri hafnarviðkomur í Færeyjumtengingar inná Skotland og Pólland og aukin ferðatíðni og styttri ferðatími til Bandaríkjanna..Smelltu á myndina til að sjá myndband