Eimskip ræður umsjónaraðila til að vinna að undirbúningi skráningar félagsins á markaðStefnt að skráningu félagsins á síðasta ársfjórðungi 2012Íslandsbanki og Straumur fjárfestingabanki ráðnir sem umsjónaraðilarEimskip hefur ráðið Íslandsbanka og Straum fjárfestingabanka til að vinna að undirbúningi að skráningu félagsins á NASDAQ OMX Iceland. Í tengslum við fyrirhugaða skráningu er gert ráð fyrir að fram fari almennt hlutafjárútboð þar sem fjárfestum og almenningi gefst kostur á að skrá sig fyrir hlutum í félaginu. Markmiðið með fyrirhuguðu útboði er að tryggja almenna og góða dreifingu á eignarhaldi félagsins. Stefnt er að því að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland á síðasta ársfjórðungi 2012.Gylfi Sigfússonforstjóri Eimskipafélags ÍslandsMeð ráðningu Íslandsbanka og Straums fjárfestingabanka er tekið næsta skref í undirbúningi að skráningu Eimskips í kauphöll. Afkoman hefur verið góð og er í samræmi við áætlanir þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi á flutningamarkaði. Við teljum að skráning Eimskips á markað verði farsælt skref fyrir félagið og núverandi hluthafa þess og góður valkostur fyrir fjárfesta.Birna Einarsdóttirbankastjóri ÍslandsbankaÍslandsbanki hefur á undanförnum árum átt í góðu samstarfi við Eimskip. Það er okkur því sönn ánægja að taka þátt í uppbyggingu Eimskips með aðkomu að skráningu félagsins í kauphöll.Pétur Einarssonbankastjóri Straums fjárfestingabankaÞað er mikill heiður fyrir Straum fjárfestingabanka að taka þátt í þessu stóra og mikilvæga verkefni. Eimskip er eitt öflugasta rekstrarfélag landsins og skráning þess í kauphöll verður mikilvæg fyrir endurreisn íslensks fjármálamarkaðar.Um Eimskipafélag Íslands hf.Eimskipafélag Íslands var stofnað þann 17. janúar 1914 og er elsta skipafélag á Íslandi. Stofnhluthafar voru um 14 þúsund sem samsvaraði um 15 þjóðarinnar á þeim tíma. Félagið hefur frá upphafi lagt höfuðáherslu á flutninga til og frá landinuen í dag býður Eimskip upp á alhliða flutningsþjónustu um allan heim.Eimskip er með eigin starfsemi í 17 löndum og er með 17 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa 1.300 starfsmönnumþar af 740 á Íslandi. Stefna félagsins er að veita öfluga flutningaþjónustu á heimamarkaði á Norður Atlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka alþjóðlega frystiflutningsmiðlun um heim allan.