Fara á efnissvæði

Eimskip og Slysavarnafélagið Landsbjörg undirrituðu á dögunum samstarfssamning og halda áfram öflugu samstarfi þar sem megináhersla er lögð á að styðja við mikilvæg samfélagsverkefni í forvörnum og björgunarstörfum. Félögin hafa átt farsælt samstarf undanfarin ár og sameinast enn á ný um að efla öryggismenningu og stuðla að auknu öryggi á sjó og landi.

Samstarfið nær til fjölbreyttra verkefna sem snerta öryggi almennings beint, svo sem fræðslu, vitundarvakningu og stuðningi við neyðar- og björgunarbúnað. Landsbjörg tekur meðal annars þátt í viðburðum á vegum Eimskips þar sem lögð er áhersla á öryggisfræðslu og forvarnir.

Félögin hafa einnig lagt rækt við sameiginlega sýn á mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og leggja sig fram um að efla umræðu og vitund um forvarnir. Eimskip verður áfram sýnilegt í verkefnum Landsbjargar, meðal annars með stuðningi við veltibílinn og þátttöku í átaksverkefnum sem snúa að öryggi við vatn og sjó.

Samstarfið byggir á trausti, sameiginlegri framtíðarsýn og vilja til að efla forvarnir og stuðla að betra samfélagi. Með áframhaldandi samstarfi vilja félögin styðja við kraftmikla starfsemi Landsbjargar og taka virkan þátt í því að auka öryggi og velferð um land allt.