Fara á efnissvæði
Eimskip og KR skrifuðu þriðjudaginn 14. desember undir samstarfssamning og mun KRbúingurinn bera merki Eimskipafélagsins frá og með leiktíðinni 2011.Með samningnum sameina krafta sína elsta skipafélag landsins og elsta knattspyrnufélag landsins. Með farsæla fortíð að grunni munu félögin sameinast um að byggja upp fyrir framtíðina og treysta uppeldis og afreksstarf KR.Með samstarfinu tekur Eimskip þátt í uppbyggingarstarfi íþróttafélags og því forvarnarstarfi sem íþróttir hafasagði Gylfi Sigfússonforstjóri Eimskip við undirritun samningsins í dag. Eimskip hefur áratugum saman stutt við íþróttastarf í landinu og við vitum að slíkt samstarf er fyrirtækinu og íþróttafélögum mjög mikilvægt og sérstaklega á tímum sem þessum.Kristinn Kjærnestedformaður knattspyrnudeildar KR sagði að KRingar líti á samstarfið sem mikilvægan þátt í að treysta þá stöðu sem KR hefur byggt upp síðastliðin 111 ár. Samstarfið styður afreksstarf KR og ekki síður unglingastarfið sem elur bæði upp afreksfólk framtíðarinnar og félagsmenn sem eiga síðar eftir að styðja starf KR.