Eimskip og König Cie. Holding GmbH Co. KG í Þýskalandi hafa stofnað félag um skiparekstur e. joint venture er nefnist Eimskip KCie GmbH Co. KG. Nýja félagið verður sérhæft í rekstri skipaviðhaldi og viðskiptum með skip. Eignarhlutur Eimskips verður 80 á móti 20 eignarhlut König Cie.Nýja félagið mun leggja áherslu á að ná fram sem mestum samlegðaráhrifum í rekstri skipaþar með talið tækniþjónustuleigu á skipumkaupum og sölunýbyggingum og ýmsum öðrum verkefnum er snúa að rekstri og fjárfestingum skipa.Nýja félagið mun hafa aðsetur í aðalstöðvum König Cie. í Hamborg og munu framkvæmdastjórar þess verða Ásbjörn Skúlason frá Eimskip og Jens Mahnke frá König Cie. Holding.Gylfi Sigfússonforstjóri EimskipsÞað er ánægjulegt að geta sagt frá stofnun þessa fyrirtækis með König Cie. og bind ég miklar vonir við samstarfið. Markmið okkar hefur í gegnum árin verið að ná fram sem mestri rekstrarhagræðingu út úr skipaflotanum og auka öryggi skipaflota Eimskips á hverjum tíma. Við teljum að með þessu samstarfi við König Cie. muni Eimskip takast að styrkja sinn rekstur enn frekar og fá aðgang að yfirgripsmikilli alþjóðlegri þekkingu á rekstri skipa. Við höfum einnig fram að færa mikla þekkingu á sérhæfðum skipum og komum því að borðinu með víðtæka reynslu og þekkingu á skiparekstri á NorðurAtlantshafiþar sem við höfum verið í áætlunarsiglingum í heila öld.Jens Mahnkeforstjóri König Cie. HoldingVið hjá König Cie. erum ánægð með að geta tilkynnt um samstarfið við Eimskip sem gerir okkur kleift að útvíkka okkar þjónustu til skipafélags í fremstu röð. Líkt og Eimskip höfum við alltaf talið það mjög mikilvægt að útvega viðskiptavinum okkar fyrsta flokks skip og þjónustu og við metum mikils það tækifæri sem við fáum til að kynnast enn betur þörfum og kröfum viðskiptavinar í áætlunarsiglingum. Við hlökkum einnig til þess að eiga samstarf um að leita nýrra fjárfestingartækifæra í gámaskipum þar sem sá markaður er mjög áhugaverður um þessar mundir.Um EimskipEimskip rekur 51 starfsstöð í 19 löndum og er með 16 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1.400 starfsmönnumþar af 800 á Íslandi. Um helmingur tekna félagsins kemur frá starfsemi utan íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.Um König Cie.König Cie. og dótturfélög þessMercator Navigation og OSM Shippingbjóða fjölbreytta skiparekstrarþjónustusvo sem tækniþjónustuskipaleigurekstur skipaumsjón með nýbyggingum o.fl. Þjónustan nær til allra tegunda skipaþar með talið tankskipa og stórflutningaskipa. König Cie. hefur 75 starfsmenn og býr fyrirtækið yfir öflugum hópi reyndra sérfræðinga í rekstri skipa og viðskiptum með skip til að þjónusta sértækar kröfur viðskiptavina. Til viðbótar núverandi KG skipaflota hefur König Cie. náð góðum árangri í að fjölga skipum í sinni umsjón með því að taka yfir stjórnun á skipum alþjóðlegra fagfjárfesta með áherslu á rekstur gámaskipa. König Cie. stýrir nú alls 55 skipum.