Á næstu vikum mun Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands gefa öllum börnum í 1. bekk grunnskóla landsins reiðhjólahjálma. Um er að ræða árlegt átak Kiwanis hreyfingarinnar og Eimskips en að auki nýtur verkefnið aðstoðar Forvarnahússins. Alls verða 4.200 reiðhjólahjálmar gefnir í ár og munu Kiwanisklúbbar og Eimskip vítt og breitt um landið sjá um dreifinguna.Fyrir sjö árum tók öll Kiwanishreyfingin og Eimskip höndum saman að fyrirmynd Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri og gáfu reiðhjólahjálma á landsvísu. Frá upphafi verkefnisins hafa hátt í 30 þúsund hjálmar verið gefnir sjö ára börnumsem nú er um 10 þjóðarinnar. Markaðsverð verkefnisins frá upphafi er um 100 milljónir og er þeim peningum vel varið. Ljóst er samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni víðsvegar um land að þessir hjálmar hafa bjargað mannslífum og mörgum ungmennum frá alvarlegum meiðslum segir Ólafur Hand hjá EimskipEimskip leggur ríka áherslu á öryggismál í allri sinni starfsemi og vill með þessum hætti leitast við að miðla þeirri reynslu til barnanna. Börn þurfa að vera meðvituð um mikilvægi öryggis í umferðinni.Verkefnið nýtur einnig ráðgjafar og stuðnings Herdísar Storgaard forstöðumanns Forvarnahússins. Þetta er frábært tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi þess að börn noti reiðhjólahjálma rétten foreldrar verða að taka þátt í þessu með okkur og fylgja því eftir segir Herdís.Kiwanisfélagar fara í alla grunnskóla á landinu og afhenda börnunum hjálma og ræða við þau um umferðaröryggi og notkun hjálmanna. Að auki fá börnin fræðsluefni um rétta stillingu og notkun hjálma til að taka með sér heim. Hjálmur sem farið er vel með á að endast í fimm ár.Nemendum í 1. bekk víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu var boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Eimskips í Sundakletti í Reykjavík í dagþar sem þau fengu afhenta reiðhjólahjálmana sína og öllum er boðin hressing yfir tónlistarflutningi PollaPönks. Eins litu nokkrir vel búnir lögreglumenn við á vélfákum sínum til að ræða við börnin og sýndu þeim hjólin sín og hjálma.Þetta árið verða þúsundir íslenskra skólabarna öruggari í umferðinni með hjálma merkta Eimskip og Kiwanis. Það er Kiwanishreyfingunni mjög mikilvægt að fyrirtæki í landinu sýni verkefni sem þessu áhuga og stuðning sagði Guðmundur Oddgeir Indriðason formaður hjálmanefndar Kiwanis Þetta verkefni hefur vakið mikla athygli víðsvegar um heim og eru dæmi þess að erlendir aðilar hafi tekið það uppmeðal annars í Bandaríkjunum.